FH-Grótta Umfjöllun

FH-Grótta Umfjöllun

The image “http://www.fotbolti.net/landsbankadeild/images/fh_1.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.      The image “http://www.ksi.ishttps://fh.is/media/merki_felaga/small/grotta_nytt2006.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

FH                  27-24                 Grótta

Kaplakriki, föstudaginn 11. janúar, kl 19:15

Við FHingar sigruðum Gróttumenn í gærkveldi eftir furðulegan og kaflaskiptan leik svo ekki sé meira sagt. Lokatölur urðu 27-24

Þetta var fyrsti leikur okkar á nýju ári. Hátíðarnar gengnar í garð og tæpur mánuður síðan við spiluðum síðasta leik. Rútínan hjá mönnum breytist við svona hátíðarpásu og því eilítil röskun á formi og spilamennsku eðlileg. Leikmenn voru þó staðráðnir í því að leika vel og landa góðum sigri á heimavelli.


Gott mark í uppsiglingu

Fyrri hálfleikur
Við byrjuðum leikinn ágætlega. Komumst í 4-2 og svo í 9-5. Spilið var ágætt, vorum að ná að troða boltanum inn með skotum fyrir utan, og með hraðaupphlaupum. Vörnin gekk allt í lagi til að byrja með, og Leo í  markinu tók flesta þá bolta sem komust í gegn. Í stöðunni 10-6 eftir allt í lagi leik, kemur upp afskaplega dapur kafli af okkar hálfu. Hugarfarið fer algjörlega í vaskinn og menn fara að spila eins algjörir kjánar vægast sagt. Liðið tók ekki á því vörninni, mætti ekki út í brot, leyfðu Gróttumönnum að spila óáreittum og ef einhver missti mann, var enginn annar tilbúinn til þess að taka við honum, klára hann og stöðva sókn þeirra. Í framhaldi fór Leo að hætta að verja. Sóknarleikurinn var ekki betri, menn fóru í hnoð og einstaklingsframtök, skutu of fljótt með lélegum skotum upp úr engu og sendingar inn á línu voru stöðvaðar. Þessi kafli, síðustu 10 til 15 mín fyrri hálfleiks og fyrstu 15 mín síðari hálfleiks fórum við úr 10-6 niður í 13-17.


Forvinna strákar!

Seinni hálfleikur
Eins og áður sagði gekk þessi kafli alveg þangað til um korter var eftir. Þá fóru menn að fatta að sigurinn væri nú hugsanlega í hættu og kominn tími til að fara að skeina sér ærlega. Við gerðum það og það tók reyndar ekki nema um 5 mínútur og fórum úr stöðunni 16-19 í 23-22. Loks fór einhver neisti að koma fram í vörninni, við náðum í brot, lokuðum á skot þeirra og fengum þá í léleg skot og færi. Útúr þessum kafla fengum við fjölda hraðaupphlaupa með Guðmund Pedersen fremstan í flokki. Sóknin skánaði líka mikið og menn virtust fara í aðgerðir af meira sjálfstrausti. Einstaklingar eins og Aron og Óli Gúst fóru loks að skjóta á markið eins og menn og sýndu sitt rétta andlit í lokin. Þegar hér var komið við sögu var þetta aldrei spurning og við sigruðum leikinn 27-24

Aðrar fréttir