FH-Haukar 2 Umfjöllun

FH-Haukar 2 Umfjöllun

The image “http://markusth.blog.is/users/0e/markusth/img/c_documents_and_settings_atli_my_documents_my_pictures_fh-hafnarfjardar.png” cannot be displayed, because it contains errors.               http://hand.ka-sport.is/frettamyndir/haukar-merki.JPG

    FH                     26-24                   Haukar 2

Kaplakriki, föstudagurinn 8. febrúar kl 19:15

Um var að ræða 3. leik liðanna í vetur og annar leikur liðanna í krikanum. Ekki var mjög hátt risið á þessum leik og undirritaður ekki séð slakari leik í langan tíma.

Fyrri hálfleikur
Leikur okkar náði aldrei neinum hæðum. Menn virtust áhugalausir bæði í vörn og sókn og höfðu lítið gaman af því sem þeir voru að gera. Vörnin var hriplek, sama vandamálið var að hrjá okkur og áður í vetur þar sem menn voru ekki að standa rétt, klára brotin almennilega og menn voru ekki tilbúnir í það að klára sóknarmanninn ef samherjinn var búinn að missa af honum. Sóknin var  skárri þó ekkert frábær. Óli Gúst var ágætur í byrjun og átti nokkrar hörkuneglur, ásamt því að Aron átti mörg góð mörk. Við áttum ekki í teljandi vandræðum með sóknarleikinn á móti Haukum en það vantaði samt töluvert upp á. Það gerist svo í seinni hluta fyrri hálfleiks að Gummi Ped fær beint rautt spjald eftir að hafa skotið í andlit markvarðar Hauka 2 úr víti. Fyrri hálfleikurinn var gegnum gangandi þannig að við leiddum leikinn en náðum aldrei að komast burt frá Haukunum. Gangur leiksins var  t.d. 4-3, 7-7, 13-10 förum í 16-13 og svo 18-14 í hálfleik Þegar hér var komið við sögu var tækifæri og í raun ekkert annað í stöðunni en að gefa almennilega í og klára leikinn.


Siggi og Aron að verjast

Seinni hálfleikur
Annað kom á daginn. Menn voru ekki tilbúnir að taka á í þessum leik og gerði það að verkum að Haukarnir héngu áfram í okkur. Við komumst aldrei lengra en 4 mörkum frá þeim í leiknum. Við tókum aldrei afstöðu í vörninni, hún var aldrei stabíl, og þar með ekki markvarslan heldur. Í stöðunni 23-19 þegar lítið er eftir fer svo alveg botninn úr leik okkar, við byrjum á því að skjóta eins og kjánar í sókn, vill giska á að við klúðrum 4-5 dauðafærum í röð á þeim kafla. Þar með var sigurinn í hættu og Haukarnir minnka muninn niður í 24-23. Áhorfendum sem lögðu á sig ferð í krikann í aftakaveðri stóð ekki á sama á tímabili. Við náum þó í lokin að klóra okkur í sigur og leikurinn endar 26-24.


Danni í markinu

Niðurstaðan
Það er í raun lítið um þennan leik að segja. Þetta var sigur en alls ekkert meira. Menn virðast ekki hafa lagt nægan l

Aðrar fréttir