FH í 2. deild næsta vetur

FH í 2. deild næsta vetur

Það voru þung spor leikmanna Fimleikafélagsins eftir leik dagsins í dag við Hauka. Tap staðreynd og þar með ljóst að FH yrði ekki meðal 8 efstu næsta vetur þar sem Valsmenn voru teknir í kennslustund af ÍR-ingum sem háðu baráttu við FH um 8 sætið. ÍR tók því 8 sætið af FH.

FH liðið lék nokkuð vel í dag þótt að það hefði ekki dugað til að þessu sinni. Leikmenn börðust frá fyrstu til siðustu mínótu og lögðu sig alla í verkefnið. Lið Hauka var einfaldlega of gott að þessu sinni.

Það er því ljóst að FH mun tefla fram liði í 2. deild næsta vetur. Nú hefst líklega tími uppbyggingar hjá félaginu. Mikill efniviður er í yngri flokkunum og munu þeir líklega taka við kyndlinum strax næsta vetur í bland við eldri leikmenn.

Aðrar fréttir