FH – ÍBV í kvöld klukkan 19.15!

FH – ÍBV í kvöld klukkan 19.15!


FH-ÍBV (Upphitun)


Það er skammt stórra högga á milli þessa dagana. Leikur síðasta sunnudag og aftur á morgun fimmtudag. Nú verða það lærisveinar Guðlaugs Baldurssonar sem að koma í heimsókn í Krikann og þar með 7. umferðin leikin. Leikurinn sjálfur hefst kl. 19.15.

Það er alveg hægt að segja það að ÍBV er eitt sérstæðasta félagið í Landsbankadeildinni, ef ekki það sérstæðasta. Liðið er það eina sem getur kallast að vera landsbyggðarlið og byggir liðið á stórum hluta á leikmönnum frá útlöndum. Eyjarnar eru svipaðar einkennilegri dulúð sem gerir staðinn enn magnaðari en hann er og gæti ég trúað því að það eigi stóran þátt í því að búa til þann mikla baráttuanda sem einkennt hefur Vestmannaeyjaliðið undanfarin ár. Stuðningsmenn þeirra eru grjótharðir og finnast víða um land, sérstaklega þar sem að maður á síst von á að finna þá.

Staða liðanna í deildinni
Sem stendur er staða liðanna í deildinni afar ójöfn. FH trónir á toppnum með 16 stig á meðan ÍBV er í næst neðsta sæti með 7 stig. Deildin er hins vegar afar jöfn og staðan fljót að breytast.
Síðasti leikur hjá FH var ekki góður. Liðið virkaði þungt og nokkuð hugmyndasnautt. Það hefur hins vegar sýnt inn á milli mjög góða takta og aldrei að vita nema nú muni liðið springa almennilega út á vellinum. Vestmannaeyjarpiltar hins vegar sýndu mikinn karakter í síðustu umferð þegar að þeir lögðu KR á heimavelli með tveimur mörkum gegn engu þar sem tvö stórglæsileg mörk litu dagsins ljós. Dagsformið, þessi klassíska klisja, gæti því skipt miklu máli þegar á hólminn er komið.

ÍBV
Eftir að Hjörleifur var veginn af þrælum sínum flúðu þeir til Eyja þar sem að þeir óttuðust hefnd Ingólfs. Þá þótti gott að flýja út í eyjarnar en í dag er dæmið orðið öfugt þar sem að ár hvert er mikill flótti leikmanna frá Vestmannaeyjum. Á hverju ári eru hogginn stór skörð í leikmannahóp liðsins og eitt er víst að það eru ekki öll lið á landinu sem myndu höndla slíkar blóðtökur. Vestmannaeyjapiltar hafa hins vegar sýnt mikla þrautsegju og koma sífellt á óvart. Síðasta ár var afar erfitt hjá þeim og mátti litlu muna að liðið félli um deild. Tókst þeim að bjarga sér fyrir horn á síðustu stundu með sigri á Fylki á útivelli. Þjálfari þeirra er enginn annar en Guðlaugur Baldrusson og ætti hann að vera okkur FH-ingum að góðu kunnur þar sem að hann er uppalinn FH-ingur. Það sem er af sumri hefur gengi þeirra verið upp og ofan, mörg stig hafa tapast en góðir sigrar hafa hins vegar unnist. Því má aldrei vanmeta ÍBV, það getur komið manni um koll.

Leikir FH og ÍBV
Frá árinu 1993 hafa FH og ÍBV mæst alls 8 sinnum á Kaplakrikavelli. Má segja að heimavöllurinn hafi reynst okkur afar happadrjúgur því að af þessu 8 leikjum höfum við sigrað 6 leiki en einungis tapað 2.

26.05.2005 Efsta deild FH – ÍBV 3 – 0
07.06.2004 Efsta deild FH – ÍBV 2 – 1
25.08.2003 Efsta deild FH – ÍBV 2 – 1
21.09.2002 Efsta deild FH – ÍBV 2 – 1
26.07.2001 Efsta deild FH – ÍBV 0 – 1
30.08.1995 Efsta deild FH – ÍBV 1 – 3
10.09.1994 Efsta deild FH – ÍBV 2 – 1
19.08.1993 Efsta deild FH – ÍBV 3 – 1

Í þessum leikjum hafa verið skoruð 24 mörk sem og skiptist markatalan þannig að FH hefur skorað 15 mörk og ÍBV 9 mörk. Að meðaltalið hafa verið skoruð 3 mörk í leik og algengasta markaskorið er 2-1 fyrir FH.

Leikmenn sem hafa spilað fyrir bæði lið
Þó nokkuð margir núverandi leikmenn liðanna hafa spilað fyrir bæði FH og ÍBV. Hér koma nokkur vel valin nöfn:
Tryggvi Guðmundsson
Sigurvin Ólafsson
Pétur Óskar Sigurðsson
Heimir Guðmundsson
Guðlaugur Baldursson, þjálfari og fyrrverandi leikmaður FH

FH
FH virkað heldur ósannfærandi í síðasta leik gegn Breiðablik og voru lang frá sínu besta í þeim leik. Það er kannski ekki hægt að segja að það hafi verið brotalamir á le

Aðrar fréttir