FH-ingar með örugga forustu í Bikarkeppni FRÍ eftir fyrri daginn. Keppnin fer fram á Laugardalsvellinum og hefst kl. 14:00 í dag.

FH-ingar með örugga forustu í Bikarkeppni FRÍ eftir fyrri daginn. Keppnin fer fram á Laugardalsvellinum og hefst kl. 14:00 í dag.

Silja Úlfarsdóttir sigraði í þremur einstaklingsgreinum 400 m grindahlaupi, 100 m hlaupi og 400 m hlaupi, þá var hún í sveit FH í 4×100 m boðhlaupi sem varð í þriðja sæti, með henni í sveitinni voru Dóra Hlín Loftsdóttir, Eva Hrönn Árelíusdóttir og Ásthildur Erlingsdóttir.

Jón Arnar sigraði í tveimur einstaklingsgreinum stangarstökki og langstökki og var í sigursveit FH í 4×100 m boðhlaupi, með honum í sveitinni voru Óli Tómas Freysson, Sveinn Þórarinsson og Gunnar Bergmann Gunnarsson.
Björgvin Víkingsson sigraði í 400 m grindahlaupi og 400 m hlaupi.
Óðinn Björn Þorsteinsson bætti sinn besta árangur í kúluvarpi og varpaði kúlunni 17,86 m og sigraði að sjálfsögðu.
Jónas Hlynur Hallgrímsson sigraði í spjótkasti,
Björn Margeirsson átti góðan endasprett sem tryggði honum sigur í 1500 m hlaupinu það gerði líka Eygerður Inga Hafþórsdóttir í 1500 m hlaupi kvenna.
Sigrún Fjeldsted varð önnur í spjótkasti.
Ragnheiður Anna Þórsdóttir setti glæsilegt meyja- og stúlknamet þegar hún náði öðru sæti með 12,69 m og bætti 32 ára gamalt met Guðrúnar Ingólfsdóttur.
Nýliðarnir okkar í þrístökki Kristrún Helga Kristþórsdóttir og í hástökki Iðunn Arnarsdóttir stóðu undir væntingum og urðu í fjórða sæti.
Daníel Smári Guðmundsson hljóp gott hlaup varð þriðji í 3000 m hindrunarhlaupi sem og Sveinn Þórarinsson í 100 m hlaupi.

Glæsilegur fyrri dagur hjá öflugri sveit FH.

sjá úrslit á

http://157.157.136.9/cgi-bin/ibmot/stigakeppni327.htm

Aðrar fréttir