
FH-ingar skelltu toppliði Aftureldingar á útivelli
Meistaraflokkur FH í handknattleik lék við Aftureldingu að Varmá í kvöld. Leiknum lauk með þriggja marka sigri okkar FHinga 28 25 eftir að staðan í hálfleik var 14 -12 okkur í vil. Lið Aftureldingar trónir á toppi 1. deildar og voru þeir búnir að vinna 13 sigra í röð fyrir þennan leik. Við FHingar vorum ákveðnir í að selja okkur dýrt í þessum leik og spurningin fyrir leikinn var Menn eða mýs?.
Það skiluðu allir sínu í kvöld. Menn mættu einbeittir og ætluðu sér sigur. Liðsheildin vann leikinn. Hilmar varði bolta og annan. Valur skilaði sínu eins og alltaf. Heiðar lyfti sér upp á réttum tíma. Óli Heimis og Teddi Bud Spencer & Terence Hill fundu sig í vörninni. Óli Guðmunds átti góðan leik í vörn og sókn. Nonni átti frábæra endurkomu eftir langa fjarveru. Aron fann sig í seinni hálfleik.
Þess má geta Jón Helgi Jónsson Nonni er kominn á lappir. Nonni var búinn að vera lengi frá vegna meiðsla og var sárt saknað af okkur FHingum. Þetta var fyrsti leikur hans frá því á undirbúningstímabilinu. Með Nonna kom ferskur vindur í sóknarleikinn og verður gaman að fylgjast með honum vaxa aftur inn í hópinn.
Föstudagur 23. febrúar 2007, Varmá.
Afturelding 25 (12) FH 28 (14)
Mörk FH: Valur Örn Arnarson 12/6, Heiðar Arnarson 7, Jón Helgi Jónsson 3, Aron Pálmarsson 2, Ólafur Guðmundsson 2, Theódór Pálmason 2.
Varin skot: Hilmar Guðmundsson 19
Markahæstir hjá Aftureldingu voru: Bjarki Sigurðsson 7 og Hrafn Ingvarsson 5 mörk.
Dómarar: Gunnar Jónsson og Hörður Aðalsteinsson. Ekkert upp á þá að klaga, stóðu sig vel.