
FH-ingur vikunnar
Nafn: Aron Pálmarsson
Aldur: 15
Hver er steiktasti FH-ingurinn? Einar Bragi og Óli kústur koma vel til greina!
Titlar og viðurkenningar: 2 bikarmeistaratitlar, 4 íslands og 4 deildar, norden cup meistari. Viðurkenningar besti leikmaður 5 flokks, efnilegasti leikmaður 4 flokks. 3 unglingalandsleikir.
Hvernig myndirðu lýsa sjálfum þér? Skapmikill, keppnismaður.
Áhugamál utan boltans: bara vera með strákunum en annars er boltinn mitt aðal áhugamál.
Af hverju FH? Mamma mín og öll móðurætt voru í FH og pabbi eitthvad líka. Svo byrjaði maður ungur hja afa í Krikanum þegar hann vann þar.
Hverjir eru helstu kostir FH? Risinn og nánast bara allt við FH
Hverjir eru helstu gallar FH? Slakt efsta gras og skúrinn
Eftirlætislið í enska boltanum? chelsea
Eftirlætisíþróttamaður? Logi Geirsson
Eftirlætiskvikmynd? Aviator, School of Rock og Road To Perdition
Eftirlætismatur? Lærið hja ömmu
Mesta gleði í boltanum? Norden cup meistarar 2005
Mesta sorg í boltanum? Tap i bikarurslitum 2006
Hver er efnilegastur í boltanum? Björn Daníel Sverrisson
Án hvers gætirðu ekki verið? Mömmu
Mestu mistök? Geri ekki mistök
Hvað myndirðu grafa á legsteininn? Sjaldan fellur eplið langt fra eykinni
Hver er pínlegasta staða sem þú hefur lent í? Man ekki eftir neinu pínlegu
Æðsta takmark atvinnumenskan
Eftirminnilegasta atvik úr boltanum? . Það var á Selfossi þegar við vorum að keppa, ég reyndar var ekki með i þvi móti en það var þannig að við vorum í sókn og löngu búnir að missa boltan, Einar Bragi er i horninu er ekkert á því að bakka og stendur bara frammi í horninu. Einar Andri öskrar ekkert smá á hann og þegar hann hleypur til baka á meðan hinir eru í sókn kemst hann inní sendingu og stelur boltanum. Mjög skondið og ég er viss um að hann hafi ætlað sér að gera þetta 😉
Hvaða þekktri persónu vildirðu helst kynnast? Gianluigi Buffon