FH íslandsmeistari félagsliða á MÍ 12-14 ára

FH íslandsmeistari félagsliða á MÍ 12-14 ára

Meistaramótið fór fram í Fífunni í Kópavogi og var í umsjón Breiðabliks en mótshald tókst vel.

Eftir gríðarlega jafna keppni fyrri dagsins var staðan sú að FH og heimamenn úr Breiðablik voru jöfn að stigum með 156,5 stig. En krakkarnir spýttu í lófana í dag og unnu að lokum glæsilegan sigur í heildarstigakeppninni, hlutu alls 306 stig. Í öðru sæti varð Breiðablik með 274 stig.

En FH varð ekki bara íslandsmeistari í heildina, við unnum líka flokk 13 ára pilta og 14 ára pilta og 13 ára telpur urðu í öðru sæti. Auk þess áttum við fjöldann allan af íslandsmeisturum í greinum og mikið af bætingum litu dagsins ljós.

Krakkarnir eru vel að þessum titli komin enda eru allir í liðinu búnir að leggja mikið á sig við æfingar og mjög mikill og góður andi er í hópnum. Stjórn deildarinnar ásamt hjónunum Eggerti Bogasyni og Ragnheiðu Ólafsdóttur auk Elísabetar Ólafsdóttur yfirþjálfara yngri flokka er þakkað mikið og vel fyrir alla þeirra hjálp og þann tíma sem þau hafa eytt með okkur.

Heildarúrslit af mótinu má nálgast á eftirfarandi slóð: http://157.157.136.9/cgi-bin/ibmot/timesedillib253.htm

Glæsilegur árangur hjá glæsilegum hóp og FH sannar enn að þeir eru með besta frjálsíþróttalið landsins.

Með bestu kveðjum,
Ævar þjálfari

Aðrar fréttir