FH – KR fimmtudaginn 23. ágúst

FH – KR fimmtudaginn 23. ágúst

Kæru FH-ingar! 

Nú er komið að stóru stundinni, en á fimmtudaginn næstkomandi koma KR-ingar í heimsókn í Krikann í Pepsi-deild karla. Leikurinn hefst klukkan 18:00.

Eins og alltaf verður grillið opið og eitthverjir fagmenn eða fagkonur verða á grillinu. Húsið opnar um 16:30, en þá verður grill og drykkir verða seldir á gífurlega góðu verði!

Við FH-ingar trónum á toppnum með fimm stiga forystu og er þetta einn af mikilvægustu leikjum tímabilsins. Núna þurfa allir FH-ingar, þá meina ég ALLIR, að snúa bökum saman, mæta á völlinn og styðja liðið til sigurs!

 

Hér má sjá skemmtilegt viðtal við hann Bjarka Gunnlaugsson leikmann FH þar sem hann fer yfir feril sinn, bestu samherja og fleira.

Smellið hér til að sjá myndbandið en einnig má sjá það í video-bankanum okkar.

Aðrar fréttir