FH – KR í undanúrslitum Mjólkurbikarsins karla á miðvikudaginn kl 18:00.

Mótherji: KR
Hvar:
 Kaplakrikavöllur
Hvenær: Miðvikudaginn, 13.ágúst
Klukkan: 18:00

Allir iðkendur eru hvattir til að mæta í Risann kl 17:00 þar sem Friðrik Dór og Jón Jónsson stjórna upphitun fyrir leikinn. MIKILVÆGT AÐ MÆTA Í FH TREYJU.

Eftir upphitun í Risanum gengur hópurinn allur saman meðfram vellinum og endar í norður stúkunni. Þar ætla allir iðkendur að sitja saman og horfa á leikinn. Mikilvægt að láta heyra vel í sér. Starfsfólk knattspyrnuskólans ætlar að grilla pylsur ofan í alla sem boðið verður uppá fyrir leik. – Stuðningsveitinn verður á staðnum og ALLIR láta vel í sér heyra!

Það er eins og alltaf frítt fyrir iðkendur en það kostar 1.500 kr fyrir foreldra í forsölu og 2.000 kr við hurð. ( Forsala í Kaplakrika frá kl 11:00 – 17:00 á þriðjudag )

Pallurinn opnar eins og alltaf klukkutíma fyrir leik og verður FH mafían spilar á pallinum fyrir leik. Ásamt því verða grillaðir FH – borgarar frá Kjötkompaníinu og kaldir drykkir.

Minnum Bakhjarla- og Platínumkort hafa á að þau kort gilda ekki á leiknum.

Nú mæta allir á völlinn og ekki bara mæta, heldur láta vel í sér heyra. Vinnum þennan leik saman og höldum ótrauð áfram!

Aðrar fréttir