FH mætir í Vodafone höllina

FH mætir í Vodafone höllina


   

N1 deildin, Vodafone höllinni, fimmtudagurinn 11. desember 2008, kl 19:30

Karlalið FH sækir Valsmenn heim annað kvöld kl 19:30 í síðasta leik liðsins í N1 deildinni fyrir jól. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur en með sigri nær liðið líklega sæti í hópi fjögurra efstu liða sem gefur rétt á keppni í deildarbikarnum á milli jóla og nýárs.

Gengi liðanna

Valur situr á toppnum í deildinni með 13 stig. FH er í þriðja sæti með 12. Valur hefur því örlítið betri árangur, hefur sigrað 5 leiki, gert 3 jafntefli en tapað tvisvar. FH sigrað 5 leiki, gert 2 jafntefli og tapað 3 leikjum. Fyrri leikur þessara liða 11. október endaði með jafntefli í Kaplakrika 27-27 eftir að FH hafði leitt leikinn lengst af og hefði klárað hann með smá klókindum.


Siggi línumaður í leik gegn Val 11. okt. Siggi átti frábæran leik í vörn sem sókn gegn Ísl.meisturum Haukum á sunnudag.

Valsliðið

Valsliðið hefur á mjög sterku liði að skipa. Helstu hetjur þess í vetur hafa verið þeir Arnór Gunnarsson, Baldvin Þorsteinsson og Elvar Friðriksson. Þeir eiga svo nóg af sterkum leikmönnum eins og Sigfús Sigfússon, Sigurð Eggertsson og auðvitað Sigfús Sigurðsson sem þeir eiga inni en hann hefur verið meiddur. Þeir eru svo með þungaviktarmenn í þjálfarateyminu þá Óskar Bjarna silfurþjálfara og Heimi Ríkharðsson. Svo er spurning hvort Dagur Sig og Markús Máni spili áfram með liðinu?

Undirbúningur

FHingar hafa haft ástæðu til þessa að vera kátir. Liðið lagði Hauka eftirminnilega á sunnudaginn og eru komnir í fjögurra liða úrslit. Eins er liðið á góðri leiði í N1 deildinni og góður möguleik er á að liðið taki þátt í deildarbikarnum milli jóla og nýárs með sigri annað kvöld. Drengirnir eru komnir niður á jörðina og eru meðvitaðir um þetta og undirbúa sig nú vel fyrir morgundaginn.

Ástand

Ástandið er óbreytt. Örn Ingi og Jónatan koma aftur inn í hópinn en þeir höfðu ekki keppnisrétt á sunnudag í Bikarnum. Ásbjörn Friðriksson fékk ansi harðan dóm fyrir brot sitt í lok síðasta leiks og þarf að taka út tveggja leikja bann og verður því ekki með annað kvöld. Óli Gúst, Heiðar og Árni eru enn frá og hugsanlega er Hjörtur ekki með í leiknum.

Staðan

Nr. Félag Leik U J T Mörk Nett Stig
1. Valur 10 5 3 2 278:243 35 13

Aðrar fréttir