FH – Selfoss Umfjöllun

FH – Selfoss Umfjöllun

The image “http://www.fotbolti.net/landsbankadeild/images/fh_1.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.      The image “http://www.123.is/helgadogg/upload/Bloggmyndir4/selfoss.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.   

FH             36-23 (14-11)        Selfoss

Standgata, sunnudagurinn 24. febrúar kl 19:00

Mfl. karla í handbolta gerðu sér lítið fyrir og kjöldrógu sterkt lið Selfossar í íþróttahúsinu við Strandgötu í gærkvöldi. Þegar lokaflautan gall höfðum við sigrað með 13 mörkum, 36 – 23. Frábær leikur hjá liðinu í gær og vafalítið besti leikur okkar í vetur.

Það var hugur í strákunum strax og komið var inn í sögufrægt húsið við Strandgötu. Sögulegur andi sveif yfir vötnum og strákarnir fundu vel fyrir því. Ekki loku fyrir það skotið að hann hafi gefið okkur auka kraft. Elvar þjálfari var skorinorður og ákveðinn í ræðu sinni fyrir leik og menn fylltust mikilli andargift. Hann hefur þó lítið látið hafa eftir sér úr frasasafninu nýlega og þarf að fara að gyrða sig í brók í þeim efnum…


Hörkublokk hjá Óla Guðmunds og Steina

Fyrri hálfleikur.
Leikurinn var nokkuð í járnum til að byrja með. Það tók smá tíma að hrista 5-1 vörnina okkar saman og til að byrja með voru Selfyssingar að ná að skora óvaldaðir fyrir utan og ná að troða boltanum á góðan línumann þeirra. Þegar leið á hálfleikinn náðum við að binda vörnina betur og náðum að loka betur á skot þeirra. Danni hrökk svo í gang eftir smá hikst í byrjun og fór að verja eins og berserkur. Sóknarleikurinn var mjög góður. flæðið var gott og menn náðu yfirleitt að spila upp á góð færi með fínu taktísku spili. Aron stjórnaði honum eins og herforingi, spilaði mjög vel upp á menn og lauk oft sóknum með góðum mörkum eða hóf yfirtalningu í hægra hornið þar sem Ari var í fínu formi. Við leiddum yfirleitt fyrri hálfleikinn, vorum yfir 4-2, 7-5 en duttum reyndar niður í 7-8 en þegar um 10 mínútur lifðu af fyrri hálfleik skoruðum við 5 mörk í röð á góðum kafla, 12-8. Á þessum tímapunkti var ekki aftur snúið, menn lögðu línurnar í leikhléi sem Selfyssingar tóku og þá var bara eitt á dagskránni: Að gefa allt í þetta og bursta Selfyssinga. Í hálfleik var staðan 14-11.


Já þetta er nokkuð öruggt núna sko…

Seinni hálfleikur
Við byrjuðum seinni hálfleik af enn meiri krafti og skoruðum strax 8 mörk gegn 3 og staðan orðin 22-14. Liðið fór hér á algjörum kostum bæði í vörn og sókn, Aron var allt í öllu, ef hann var ekki að skora sjálfur var hann að búa mörkin til. Vörnin var mjög hreyfanleg, menn náðu að stöðva skyttur Selfyssinga og baráttan var í fyrirrúmi. Sá eini sem ógnaði okkur eitthvað að ráð

Aðrar fréttir