FH – Selfoss – Umfjöllun

FH – Selfoss – Umfjöllun


The image “http://kassiesa.com/uefaclubs/images/FH-Hafnarfjardar.png” cannot be displayed, because it contains errors.  29-24 
The image “http://www2.ksi.is/ksi/myndir/simaskra/800.JPG” cannot be displayed, because it contains errors.Við FHingar tókum á móti Selfossi, hnökkunum úr austri á föstudagskvöldið 19. október og gestrisnin var lítil… sigruðum þá sannfærandi 29-24 eftir baráttuleik framan af.

Fyrri hálfleikur
Við byrjuðum afar sannfærandi í leiknum svo ekki sé meira sagt. Komumst í 4-0 og fórum upp í 7-2, allt virtist líta útfyrir að við myndum kaffæra Selfyssingum strax í byrjun. Óli Gúst byrjaði vel, sallaði allavega 2 mörkum á þessu tímabili og Óli Guðmunds setti nokkur hraðaupphlaup eftir góðan varnarleik sem Steini stjórnaði af mikilli festu. En eftir ca 15 mínútna leik kemur afar slæmur kafli hjá okkur og eins og við vorum nú fljótir að ná góðri forystu og öryggir í okkar aðgerðum, vorum við jafnfljótir að glopra því niður. Í stöðunni 7-2 taka Selfyssingar leikhlé og í framhaldi tökum við slæmar ákvarðanir í sókn. Skotin voru ekki að ganga og hálffæri valin frekar en að láta boltann ganga betur. Útúr því fengu Selfyssingar hraðaupphlaup sem þeir nýttu. Vörnin fór líka að gefa eftir og þessi slæmi kafli skilaði sér úr stöðunni 7-2 í 7-8. Við það tekur þjálfarinn leikhlé og skefur ekkert af hlutunum… : “Halló… strákar! Við ætluðum að mæta í þennan leik sem jaxlar en í staðinn erum við spila eins og hópur af framtönnum!!!”
Við það vaknar mannskapurinn, ótrúlegustu menn fara að öskra og kalla af bekkjunum, Gummi og Valur komast í gang, notuðu hornafléttuna sína góðu einu sinni sem oftar og með herkjum náum við að vera 1 yfir í hálfleik 13-12.  Ágætis lokakafli sem menn leystu vel miðað við að lenda í slíku mótlæti.


Aron neglir einu undirhandar

Seinni hálfleikur
Í seinni hálfleik byrjuðu menn af krafti. Vörnin small vel, Steini var að stjórna þessu og menn voru að ná í brot sem hefur verið talsverður höfuðverkur. Hilmar, sem kom inn fyrir Danna um miðjan fyrri hálfleik varði eins og berserkur og vann vel með vörninni. Sóknarleikurinn var á löngum köflum fínn, en inn á milli komu ekkert sérstakar ákvarðanatökur og mætti útfæra sóknir betur, taka ekki alltaf fyrsta og augljósasta sénsinn heldur láta hann ganga betur og vera þolinmóðir sem skilar sér alltaf í betra færi. Við spiluðum Selfyssinga fljótlega útúr leiknum og sigum hægt og rólega framúr þeim. Munurinn varð mestur 27-18. Á lokakaflanum, ca 6 mín fyrir leikslok gerðust menn þó óþarflega kærulausir og slúttuðu sóknum illa og hlupu illa til baka. Selfyssingar komust þó ekki lengra en 4 mörk og leikurinn endaði svo 29-24 okkur í vil. Afbragðs fínn leikur og menn unnu sína vinnu mjög vel.

Aðrar fréttir