FH stelpur fá Fram í heimsókn

FH stelpur fá Fram í heimsókn

Lið FH og Fram mætast í Kaplakrika á laugardaginn 6. nóvember klukkan 16.00.

Fram stelpum var spáð efsta sæti N1 deildar kvenna og hafa byrjað vel í vetur og unnið alla fimm leiki sína. Þær sitja á toppnum tveimur stigum fyrir ofan Val og Stjörnuna.

FH hefur byrjað mótið ágætlega en liðið hefur unnið tvo leiki af fjórum. Liðið er í fimmta sæti tveimur stigum á eftir Fylki en á leik til góða. Búast má við því að baráttan um sæti í úrslitakeppninni verði sérstaklega hörð og því skiptir hvert stig miklu máli.

Það má reikna með hörkuleik en þrír uppaldir FH-ingar leika með liði Fram en það er örvhenta tríóið; Birna Berg, Hildur og Hafdís en þær tvær síðastnefndu eru þó frá vegna meiðsla.

Við hvetjum alla stuðningsmenn FH til að mæta og styðja stelpurnar okkar.

Áfram FH!

Aðrar fréttir