FH stelpur í unglingalandsliðum

FH stelpur í unglingalandsliðum

Þeir Þorlákur Árnason þjálfari U17 og Ólafur Guðbjörnsson þjálfari U19 tilkyntu æfinga- og keppnishópa í vikunni.

Þær Aldís Kara Lúðviksdóttir og Harpa Þrastardóttir leikmenn mfl. og 2. fl. kv. hafa verið valdar til æfinga með U17 en æfingarnar fara fram um komandi helgi. Markamaskínan Aldís hefur áður leikið með U16 og U17 og í haust var hún markahæsti leikmaður Íslands í undankeppni EM með 9 mörk. Markmaðurin Harpa er nú í fyrsta skipti valin til æfinga með liðinu en hún hefur verið í mikill framför á undanförnum misserum og staðið á milli stanganna með 2. og mfl.

Sigrún Ella Einarsdóttir hefur verið valin í lokahóp U19 sem heldur til Wales dagana 31 mars-5. apríl til að taka þátt í milliriðli EM. Sigrún hefur áður leikið með U16, U17, og U19 ára liðum Íslands og jafnan skorað nokkur mörk. Birna Berg Haraldsdóttir er einnig valin til að verja mark liðsins. Birna er einhver leikjahæsti unglingalandsliðsmaður íslands en hún hefur einnig verið valin í yngri landslið í handbolta. Á haustmánuðum gerði Birna 2ja ára samning við FH og var í framhaldinu lánuð til Úrvalsdeildarliðs ÍBV. Þess má til gamans geta að hún er einnig ein af okkar afkastamestu þjálfurum og aðstoðar við þjálfun 3, 4. og 5. fl. kv.

Aðrar fréttir