FH styrkir meistaraflokk kvenna í knattspyrnu enn frekar

FH styrkir meistaraflokk kvenna í knattspyrnu enn frekar

Joana er fædd 1976 í Portúgal og hefur unnið hérlendis í 3 ár. Megnið af sínum knattspyrnuferli lék hún með portúgalska félagsliðinu S.U. 1ºDezembro og sigrað m.a. fjórum sinnum portúgölsku deildina.  Fyrir þremur árum hóf hún að leika á Íslandi er hún gekk í raðir ÍR – inga. Joana á að baki 3 leiki með A-landsliði Portúgals, þann síðasta á þessu ári. Joana, sem er miðjumaður, er boðin velkomin í FH þar sem miklar væntingar eru bundnar við hennar styrk og reynslu.

 

FH hefur á að skipa mjög ungu og efnilegu liði.  Þannig eru um 25 FH stúlkur að æfa með 2. flokki og eru nú margfaldir Íslandsmeistarar yngri flokka í þeim hópi.  Þá var flokkurinn bikarmeistari 2009.   Nú er unnið að því að styrkja meistaraflokkinn með eldri og reyndari leikmönnum.  Liðið styrktist einnig við að fá Silju Þórðardóttur til baka, en hún lék ekkert með í sumar sökum náms erlendis.  Þá hefur Elsa Petra Björnsdóttir einnig gengið til liðs við FH – inga en hún kemur frá Fylki. Einnig er skemmst að minnast þess að þann 09.nóv. sl. skrifaði samlanda Joönu, Liliana Martins, undir 1 árs samning við FH.

 

Næsta sumar verður FH-liðið óskrifað blað og er mikil spenna meðal margra Hafnfirðinga um það hvar liðið stendur meðal þeirra bestu í Pepsí-deildinni 2010.

Aðrar fréttir