FH – UMFA á föstudag (Umfjöllun)

FH – UMFA á föstudag (Umfjöllun)

Það er sannkallaður stórleikur í Kaplakrika á föstudagskvöld. Þá kemur efsta lið 1. deildar Afturelding í heimsókn. Afturelding hefur á gríðarlega sterku liði á að skipa sem hefur unnið alla leiki sína í deildinna örugglega í vetur. Leikmannahópur UMFA er gríðarlega öflugur og fer þar fremstu í flokki Bjarki nokkur Sigurðsson fyrrverandi landsliðsmaður og stórskytta. Þrátt fyrir að vera 39 ára gamall er Bjarki í feiknaformi hefur átt gott tímabil fyrir liðið. Það er því ljóst að FH liðið á heldur betur ærið verkefni fyrir höndum á föstudagskvöldið. Þess má geta að þetta er síðasti heimaleikur FH í deildinni fyrir áramót.

Síðasta umferð
FH liðið fór síðasta föstudag upp í Grafarvog og spilaði við Víking/Fjölni. FH liðið átti ekki góðann dag en náði engu að síður að stela einu stigi þegar upp var staðið. Þegar 12 mínótur lifðu af leiknum var Víkingur með 6 marka forystu en að lokum náði FH liðið að jafna og er óhætt að segja að mikill karakter sé kominn í þetta FH – lið sem gefst aldrei upp. Valur Arnarsson átti mjög góðan leik fyrir FH liðið auk þess sem Árni Stefán Guðjónsson kom sterkur inn í vinstra hornið í lokinn. Þá átti Heiðar Arnarsson góðar syrpur í seinni hálfleik.

Meiðsli og leikbönn hjá FH
Jón Helgi Jónsson er að ná sér eftir aðgerð á hné – vonast til að verða klár eftir áramót.
Aðrir leikmenn heilir.

Líklega byrjunarlið
Erfitt er að gera sér grein fyrir líklegu byrjunarliði hjá FH fyrir þennan leik. Margir leikmenn náðu sér ekki á strik í síðustu umferð og því gætu menn á bekknum fengið sénsinn. En við skjótum nú samt.

FH:
Markvörður: Hilmar Guðmundsson
Vinstra horn: Árni Stefán Guðjónsson
Hægra horn: Ari Þorgeirsson
Lína: Theodór Pálmason
Vinstri skytta: Valur Arnarsson
Hægri skytta Heiðar Arnarsson
Miðja: Aron Pálmarsson

UMFA:
Markvörður: Davíð Svansson
Vinstra horn: Daníel Jónsson
Hægra horn: Hilmar Stefánsson
Lína: Ásgeir Jónsson
Vinstri skytta: Vlad Trufan
Hægri skytta Bjarki Sigurðsson
Miðja: Hrafn Ingvarsson

Lykilleikmenn:

FH – Valur Arnarsson, Heiðar Arnarsson og Hilmar Guðmundsson eru “gömlu mennirnir” í FH liðinu og verða að draga vagninn.

UMFA – Bjarki Sigurðsson er gríðarlega mikilvægur þessu liði. Hilmar Stefánsson er stórhættulegur hægri hornamaður sem verður að loka á. En lið UMFA er einfaldlega mjög jaft og er erfitt er að taka einhverja einstaklega út.

Áhorfendur
Frábær mæting hefur verið á heimaleiki FH liðsins í vetur. Vonandi halda FH-ingar áfram að mæta og styðja hið unga lið FH í baráttunni framundan.

Aðrar fréttir