Firmakeppni FH og Players

Firmakeppni FH og Players

Meistaraflokkur FH í knattspyrnu ætlar í samstarfi við skemmtistaðinn Players að standa fyrir firmakeppni í
knattspyrnu laugardaginn 12. mars 2011 í knatthúsi FH-inga, Risanum í Hafnarfirði.

Leikreglur: 4 útileikmenn + markmaður. Heildarfjöldi leikmanna í hverju liði er takmarkaður við 8 leikmenn.
Leikmenn úr PEPSI-deild karla geta ekki tekið þátt í mótinu og aðeins einn leikmaður úr 1. deild má taka þátt í
hverju liði.

Leiktími: 1 x 10 mín. (Gæti breyst eftir fjölda liða)

Mótið hefst kl. 13.00 og lýkur með úrslitaleik seinni part dags. Fletinum í Risanum er skipt til helminga (í tvo
gervigrasvelli) og er spilað á lítil knattspyrnumörk.

Þátttökugjald: 25.000 kr. pr. lið

Verðlaunin eru ekki af verri endanum því að sigurliðið fær að launum út að borða á skemmtistaðnum Players þar
sem hægt verður að slá tvær flugur í einu höggi og horfa á leik í enska eða Meistaradeildinni í leiðinni. Sigurliðið
fær einnig í sinn hlut tvo kassa kössum af öli og getur því fagnað vel og lengi eftir mót. Liðið í öðru sæti fær
einn kassa af öli í sárabætur og getur því drekkt sorgum sínum strax eftir úrslitaleikinn.

Meistaraflokkur FH skorar á fyrirtæki þitt að taka þátt í mótinu og eiga skemmtilegan dag og um leið styrkja
liðið til áframhaldandi sigra á vellinum. Fyrir þau fyrirtæki sem ekki tekst að safna í lið má geta þess að hægt
er að óska eftir því að fá leikmenn úr 2. flokki karla í FH lánaða þannig að allir ættu að geta verið með. Einnig
er vert að taka fram að keppendur eiga kost á því að skola sig í mótslok í búningsherbergi í Kaplakrika. Ný og
betri aðstaða er nú í Krikanum og því geta leikmenn fengið sér kaffi og fylgst með enska boltanum á milli leikja í
þægilegu umhverfi.

Skráning og nánari upplýsingar er í höndum Freys í síma 690-4679 eða á freyrbja@hotmail.com

Niðurröðun riðla og tímasetningar verða settar inn á www.fhingar.net þegar þær liggja fyrir.

Bestu kveðjur,
Meistaraflokkur karla FH 2011.

Aðrar fréttir