Föstudagsgleði

Föstudagsgleði

Seinasta þriðjudag kepptum við bikarleik við Valsstelpurnar.  Valsstúlkur sigruðu þann leik en FH liðið átti hinsvegar góðan möguleika á sigri. 
Staða í hálfleik var 14-15, Valsarar aðeins einu marki yfir.  Stemmningin datt eitthvað niður hjá okkur FH stelpum og misstum leikinn algjörlega í þeirra hendur og endaði leikurinn 28-34. Núna í kvöld er svo leikur í N1 deildinni og ætlum við okkur klárlega að gera betur en á þriðjudaginn.   Um að gera að taka kvöldið í kvöld hressilega og kíkja á nýja Valsheimilið og veita okkur stuðning. 

Hafdís Guðjónsdóttir

Aðrar fréttir