Frábær FH sigur

Frábær FH sigur

HK menn komu í heimsókn í Krikann í gær. Fyrir leikinn var ljóst að sigur yrði að vinnast. FH liðið hafði fyrir leikinn fallið niður í 9.sæti með 21 stig en gat með sigri komið sér upp í það sjöunda. HK liðið var í 6. sæti með 24 stig. FH gat því dregið HK niður í baráttuna um 8 sætið með sigri. Leikurinn í gær fór vel af stað. Þjálfararnir höfðu gert tvær breytingar á byrjunarliðinu og var Linas kominn út hægra meginn og Hjörtur í hornið auk þess sem Daníel var kominn í hornið við hliðina á Val. Þessar breytingar áttu eftir að reynast vel. Sóknarleikur FH liðsins í fyrri hálfleik var til fyrirmyndar og einn sá besti sem maður hefur séð í vetur, hins vegar var vörninn ekki upp á marga fiska en mann grunaði þó alltaf að hún ætti eftir að fara í gang. Staðan í hálfleik var 16-16 eftir mikinn klaufagang í síðustu sókn FH. Það var ljóst frá fyrstu mínótu að Daníel Berg var tilbúinn í slaginn. Greinilega heitur eftir stórleikinn á móti ÍR þar sem hann dró vagninn og skoraði 10 mörk. Hann var allt í öllu í leik FH liðsins í gær. Skoraði mikið, vann bolta og átti síðustu sendingu á samherja. Greinilega að spinga út á lokakaflanum og búinn að vinna hug og hjörtu stuðningsmanna FH.
Seinnihálfleikur var spennandi. HK leiddi fyrstu 15 mínótur hálfleiksins en þá tók FH völdinn á vellinum, náði forrystu sem þeir héldu til enda. Daníel var sterkur í seinnihálfleiknum en það sem skóp sigurinn var frábær markvarsla Magga á köflum auk þess sem Elvar hjálpaði vel til þegar Maggi fékk 2 mín brottvísun. Alls vörðu þeir 4 víti í seinnihálfleik en HK brenndi af 5 í hálfleiknum.
Í leikslok fögnuðu FH-ingar innilega við mikinn fögnuð áhorfenda en það voru einmitt áhorfendur sem lögðu grunninn að sigrinum með frábærum stuðningi í seinnihálfleik. Það er greinilegt að stuðningsmenn FH hafa tekið ákvörun um þjappa sér að baki leikmanna og ýta þeim í fyrstu deild næsta vetur. 
Markaskor:
Daníel 10 mörk (annan leikinn í röð)
Valur 5 mörk
Andri 4 mörk
Hjörtur 3 mörk
Linas 3 mörk
Hjörleifur 2 mörk
Pálmi 2 mörk
Tómas 1 mark

Markvarsla:
Magnús 9 skot þar af 3 víti
Elvar 8 skot þarf af 1 víti

Næsti leikur FH er laugardaginn 22. apríl á útivell við Víking/Fjölni. Sigur í þeim leik tryggir FH-liðinu sæti í 1. deild.

Aðrar fréttir