Framtíðin æfir í Krikanum

Framtíðin æfir í Krikanum

Í Krikanum eru leikmenn U-16 við æfingar, einu sinni á laugard og 2
sinnum á sunnudag. Þar eru margir virkilega góðir leikmenn og gaman að
sjá þá hve framtíðin er björt í íslenskum handbolta.  Einnig er
úrtak hjá strákum fæddir 1991 við æfingar og þar eru einnig margir
skemmtilegir leikmenn.  Síðan en ekki síst er handboltaskóli HSÍ
og KB-banka með æfingar í Krikanum fyrir stráka fæddir 1992. Þannig að
Krikinn iðar af handboltastrákum þessa kosningahelgi.  Gaman er að
segja frá því að FH á 6 fulltrúa í U-16  liðinu, 3 í 91 hópnum og
5 í 92 hópnum.   Síðan má nú ekki gleyma þeim 4 fulltrúum sem
FH á í U-18 liðinu.  Svo í þessum 4 hópum er FH með 18 fulltrúa.
Svo sannarlega glæsilegur árangur.  Vonandi koma þessar
æfingahelgar til með að hvetja þessa stráka til að æfa af kappi fyrir
næsta vetur.

Aðrar fréttir