Frjálsíþróttadeild FH  –  Yngri flokkar

Frjálsíþróttadeild FH – Yngri flokkar

Frjálsíþróttadeild FH – Uppskeruhátíð 2004.

Pistill yngri flokka

Þjálfarar:
Alla hópana 14 ára og yngri, þ.e. 6-8 ára, 9-11 ára, 12-14 ára þjálfaði Ævar Örn Úlfarsson. Yfirþjálfari 16 ára og yngri var Elísabet Ólafsdóttir. Auk þess komu fleirri að þjálfun yfir sumartímann s.s. Silja Úlfarsdóttir, Eygerður Inga Hafþórsdóttir, Íris Svavarsdóttir, Sigrún Fjeldstedt og Rakel Ingólfsdóttir.

Æfingatímar:
6-8 ára æfðu 2 sinnum í viku, 9-11 ára æfðu 3 sinnum í viku. 12-14 ára æfðu 4 sinnum í viku. Iðkendur frá 15 ára aldri æfðu með meistaraflokki, þar er æft 5-6 sinnum í viku 2-3 klukkustundir í senn.
Mót:
MÍ 12-14 ára innanhúss var haldið dagana 6. – 7. mars 2004 í Egilshöll í Reykjavík. FH sendi 24 keppendur á mótið. Á mótinu unnust 3 Íslandsmeistaratitlar. Heiður Ósk Eggertsdóttir sigraði í hástökki 12 ára stelpna. Guðmundur Heiðar Guðmundsson sigraði í langstökki og 60m hlaupi 13 ára pilta. Önnur verðlaun, Heiður Ósk Eggertsdóttir náði öðru sæti í langstökki án atr og langstökki 12 ára stelpna. Sara Úlfarsdóttir náði öðru sæti í 60m hlaupi, þriðja sæti í þrístökki án atr 13 ára telpna og þriðja sæti í 60m grindahlaupi 14 ára telpna. Guðmundur Heiðar Guðmundsson náði þriðja sæti í þrístökki án atrennu 13 ára pilta. Árni Björn Höskuldsson náði þriðja sæti í langstökki 12 ára stráka. Liðið náði 7-9 sæti í heildarstigakeppni mótsins. Allir þátttakendur félagsins tóku þátt í að safna stigum í heildarstigakeppninni, þannig að hver og einn skiptir máli.

Mí 12-14 ára utanhúss var haldið dagana 14. – 15. ágúst 2004 á Laugardalsvelli í Reykjavík. FH sendi 22 keppendur til þátttöku. Fimm Íslandsmeistaratitlar unnust í einstaklingsgreinum. Heiður Ósk Eggertsdóttir sigraði í hástökki og langstökki 12 ára stelpna. Guðmundur Heiðar Guðmundsson sigraði í 800m hlaupi og 80m grindahlaupi 13 ára pilta. Bogi Eggertsson sigraði í hástökki 13 ára pilta. Önnur verðlaun, Bogi Eggertsson náði öðru sæti í spjótkasti 13 ára pilta. Guðmundur Heiðar Guðmundsson náði öðru sæti í 100m hlaupi 13 ára pilta. 12 ára strákar náðu öðru og þriðja sæti í 4x100m boðhlaupi. Heiður Ósk Eggertsdóttir náði þriðja sæti í 60m hlaupi, þriðja sæti í 800m hlaupi 12 ára stelpna og þriðja sæti í 80m grindahlaupi 13 ára telpna. Sara Úlfarsdóttir náði þriðja sæti í 800m hlaupi 13 ára telpna. Davíð Sigurðsson náði þriðja sæti í spjótkasti 12 ára stráka. Í Flokkakeppni urðu 12 ára strákar Íslandsmeistarar í sínum flokki. Í heildarstigakeppni mótsins varð FH í öðru sæti af 18 félögum sem er glæsilegur árangur. Allir þátttakendur FH sýndu góðan liðsanda og samvinnu í heildarstigakeppninni.

Stórmót Gogga galvaska var haldið 25. – 27. júní 2004 á íþróttavellinum í Mosfellsbæ. FH-ingar urðu 13 sinnum Goggameistarar. Adam Freysson sigraði í 600m hlaupi, langstökki, boltakasti og 60m hlaupi hnokka 9-10 ára. Steinunn Arna Atladóttir sigraði í boltakasti, 60m hlaupi, og langstökki hnáta 9-10 ára. Sólon Guðmundsson sigraði í langstökki og 60m hlaupi polla 8 ára og yngri. Bjarkey Hreiðarsdóttir sigraði í kúluvarpi stelpna 11-12 ára. Heiður Ósk Eggertsdóttir sigraði í hástökki stelpna 11-12 ára. Hnokkar 9-10 ára sigruðu í 4x100m boðhlaupi. Strákar 11-12 ára sigruðu í 4x100m boðhlaupi. Í stigakeppninni urðu FH ingar í öðru sæti, hálfu stigi á eftir Breiðabliki sem sigraði og hlaut 258 stig. Dómgæslan á mótinu var mjög vafasöm og fengu Breiðabliksmenn dæmt gilt ógilt boðhlaup í lok mótsins. Þjálfari og yfirþjálfari fóru yfir alla stigagjöf mótsins og reyndust mörg mistök hafa átt sér stað í stigagjöfinni og framkvæmd mótsins, sem leiddi til þess að ekki var ástæða til að kæra úrslitin.

Bikarkeppni 16 ára og yngri var haldin 11. september 2004 á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. FH sendi eitt lið til þátttöku, alls tóku 11 lið þátt í mótinu. FH sigraði í 2 einstaklingsgreinum. Ragnheiður Anna Þórsdóttir sigraði í kúluvarpi og kringlukasti meyja. Önnur verðlaun, Eva Hrönn Árelíusdóttir náði þriðja sæ

Aðrar fréttir