Frjálsíþróttanámskeið FH

Frjálsíþróttanámskeið FH

Þá er frjálsíþróttanámskeiðum FH sumarið 2002 lokið og má segja að þau hafi gengið mjög vel. Í sumar sóttu tæp 300 börn námskeiðin, það má segja að það sé bara mjög gott og vonumst við þjálfarar til að sjá sem flesta á æfingum í vetur.

Það voru margir efnilegir á námskeiðunum í sumar og má sjá árangur allra hér vinstra megin á síðunni undir námskeið.

Þá má einnig nefna það að á Gogga galvaska vorum við FH-ingar með stærsta liðið fyrir utan Aftureldingu (sem halda mótið) og voru flestir í okkar liði á námskeiðunum. Á Gogga vorum við með sigurvegara í öllum greinum í Pollum og Pæjum 8 ára og yngri. Einnig var mjög góður árangur í flokkunum fyrir ofan og oftast voru FH-ingar þar á palli.

Hafnarfjarðarmeistaramót 14 ára og yngri var svo haldið í júli og gátu þá krakkar í Hafnarfirði spreytt sig á alvöru móti, þar náðist einnig mjög góður árangur og vorum við leiðbeinendur á námskeiðinu mjög ánægð með okkar fólk.Stemningin var líka mjög góð þar sem allir keppendur fengu viðurkenningarskjal, kók og pylsur að loknu móti.

Við fengum góða gesti á námskeiðin og vil ég þakka Silju, Óðni og Þórey Eddu fyrir komuna.

Ég tók þónokkuð af myndum og er hægt að sjá þær með því að smella á myndir hér vinstra meginn á síðunni.

Ég vil að lokum þakka Stjórn FH og leiðbeinendum á námskeiðunum í sumar fyrir gott samstarf.

KveðjaDaði Rúnar Jónsson stjórnandi frjálsíþróttanámskeiðanna í sumar

Aðrar fréttir