Fyrirlestur um liðsheild

Íþróttalið með öfluga liðsheild ná betri árangri og liðsheild þarf að þjálfa eins og aðra þætti. Þetta kom m.a. fram í fyrirlestri sem Sigurjón Þórðarson hélt í Sjónarhól á dögunum fyrir iðkendur í yngri flokkum knattspyrnu- og handknattleiksdeilda FH. Fyrirlesturinn var vel sóttur og á án efa eftir að skila sér í betri árangi á keppnisvellinum í framtíðinni.

Sigurjón hefur unnið sem stjórnunarráðgjafi síðastliðin 12 ár ásamt því að vera í stjórn handboltadeildar FH. Hann hefur sérhæft sig í þjálfun liðsheilda, unnið með íþróttaliðum og fjölda vinnustaða.

Aðrar fréttir