
Fyrsti heimaleikur kvennaliðsins, FH – HK


Kaplakriki, laugardagurinn 27. september, kl. 16:00
Önnur umferð N1 deildar kvenna fer fram á
morgun, laugardag, og taka okkar stúlkur á móti HK í Krikanum. Það er ekki hægt að búast við öðru en
hörkuleik en þessum tveimur liðum er spáð harðri samkeppni af fyrirliðum og þjálfurum
í deildinni.
Gengi liðanna
Fyrsti leikur
vetrarins hjá okkar stelpum var við Gróttu úti á Nesi og tapaðist hann með 1
marki. Stelpurnar voru í raun klaufar að hirða ekki a.m.k. 1 stig en þær hentu
hverju tækifærinu á fætur öðru frá sér og því fór sem fór. Fyrri hálfleikurinn
var dapur en stelpurnar girtu sig í brók og mættu brjálaðar til síðari
hálfleiks og komu sér aftur inn í leikinn. En tap var staðreynd engu að síður
og okkar stelpur því stigalausar eftir fyrstu umferðina.