Fyrsti leikur karlaliðsins á nýju ári er á fimmtudag!

Gleðilegt nýtt handboltaár! Olísdeild karla hefst á nýjan leik eftir stórmótspásuna annað kvöld, en þá sækja strákarnir okkar Framara heim í Safamýrina.

Fram - FH, 2.2.2017

Leikurinn hefst, líkt og kemur fram á plakatinu hér að ofan, kl. 19:30. Búast má við hörkuleik. FH-ingar koma inn í hann fullir sjálfstrausts enda luku þeir síðasta ári á afar góðum nótum – með sigri í deildarbikarnum – á meðan að Framarar eru staðráðnir í því að byrja árið með sigri, sem myndi mjaka þeim fjær neðstu sætum.

Það er full ástæða til þess að gera sér ferð til Reykjavíkur annað kvöld og hvetjum við að sjálfsögðu alla FH-inga sem það geta að mæta og styðja við okkar lið. Byrjum þetta ár með látum!

Við erum FH!

Aðrar fréttir