GAME DAY  Fram-FH leikur 2.

GAME DAY Fram-FH leikur 2.

GAME DAY  Fram-FH leikur 2.


Undanúrslitaeinvígi FH og Fram heldur áfram í kvöld þegar liðin mætast öðru sinni. Leikurinn fer að þessu sinni fram í Safamýrinni og hefst hann kl 19:30. FH strákarnir eru staðráðnir í því að mæta grimmir til leiks og fylgja eftir góðum sigri síðastliðinn laugardag. Frammararnir mæta væntanlega grimmir til leiks og ætla sér að svara fyrir tapið og má því búast við vægast sagt spennandi leik. Það er því gríðarlega mikilvægt að FH-ingar fjölmenni á áhorfendapallana og styðji strákana. Þeir eiga það svo sannarlega skilið eftir góða frammistöðu síðustu mánuði. Það að ná góðum árangri í úrslitakeppninni er samvinnuverkefni FH liðsins og allra FH-inga, nú reynir á samstöðuna í FH og það má engin láta sitt eftir liggja. Fallegustu sigrarnir eru þegar leikmenn og stuðningsmenn hafa gefið allt sitt í leikinn og fagna sameinaðir í leikslok.
Látt þú ekki þitt eftir liggja, mættu, klappaðu og kallaðu FH svo um muni..
VIÐ ERUM FH !

Aðrar fréttir