Gjörsigur á Valsmönnum

Gjörsigur á Valsmönnum

FH sigraði Val örruglega í kvöld með fimm mörkum gegn engu. Leikurinn
var yfirspilun FH-inga allan tímann og áttu Valsmenn ekki séns,
sérstaklega í þeim fyrri.

Valur 0-5 FH

0-1 Tryggvi Guðmundsson 5′

0-2 Atli Viðar Björsson 13′

0-3 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 22′

0-4 Tryggvi Guðmundsson 59′ (víti)

0-5 Davíð Þór Viðarsson 90′

FH sigraði Val örruglega í kvöld með fimm mörkum gegn engu.
Leikurinn var yfirspilun FH-inga allan tímann og áttu Valsmenn ekki
séns, sérstaklega í þeim fyrri.

Valur og FH mættust í kvöld í ágætis veðri á Vodafonevelli. Fyrir
leikinn voru FH með sjö stiga forystu á toppnum – en stjóralausir
Valsmenn voru með sextán stig í 6.sæti. Valur komust að samkomulagi í
gær um að rifta samning við Willum Þór og var því Þorgrímur Þráinsson á
hliðarlínunni.

Fyrsta færið kom á 2.minutu leiksins gaf Matthías Vilhjálmsson
boltann fyrir markið og þar var Tryggvi Guðmundsson sem skallaði
boltann réttframhjá. Á 5.minútu leiksins kom fyrsta markið. Tryggvi
Guðmundsson var þar að verki eftir frábæran undirbúning Atla Viðars og
Tryggvi gerði vel og vippaði yfir Harald Björnsson. Á 13.mínútu var
staðan orðin 2-0. Atli Guðnason átti frábæran sprett um kantinn gaf
fyrir á Atla Viðar sem tók frábærlega við boltanum og setti hann yfir
Harald Björnsson. Valsmenn áttu ekki margar sóknir – eða mjög fáar.
Ekki var nein þeirra skrifleg, því það voru allt hálffæri. Á 22.minútu
gaf Atli Guðnason boltann fyrir markið og boltinn rataði beint á Ásgeir
Gunnar Ásgeirsson sem skoraði í autt markið. Staðan orðin 3-0 eftir
22.mínútur. Á 26.minútu átti Ólafur Páll Snorrason fínt skot að marki
FH – en Daði var á verðinum og greip skotið. Á 28.mínútu átti Tryggvi
Guðmundsson fínt skot, en Haraldur Björnsso varði. Fyrsta gula spjaldið
kom á 39.mínútu og það fékk Bjarni Ólafur fyrir hraustlega tæklingu á
Pét Viðarsson. Á 42.mínútu átti Guðmundur Steinn ágætis sprett, en
skaut hárfínt framhjá. Staðan var 3-0 í hálfleik og fyrri hálfleikurinn
eign FH.

Síðari hálfleikur byrjaði ágætlega. Á 48.mínútu endaði stórkostleg
sókn FH-inga með því að Atli Guðnason ætlaði að reyna vippa boltanum
yfir Harald en hann náði að handsama knöttin. Á 55.mínútu átti Bjarni
Ólafur gott skot, en Daði varði vel. Skemmtilega uppákoma hér á
Valsvelli þar sem lítill krakki ákveður að hlaupa inn á völlin. Allt að
gerast hér á Vodafone-velli. Á 59.mínúta fengu FH víti þegar Einar
Marteinsson tosaði í Atla Guðnason, og Garðar Örn benti á punktinn.
Tryggvi Guðmundsson fór á punktinn og skoraði. Á 63.mínútu átti Baldur
Ingimar Aðalsteinsson fínt skot í slánna. Lítið var um færi þessar
mínútur því næsta færi kom ekki fyrr en á 75.mínútu þegar FH fengu
hornspyrnu og boltinn barst út í teiginn á Atla Viðar sem skaut
boltanum hárfínt framhjá.

Byrjunarlið Vals: Haraldur Björnsson, Guðmundur Viðar Mete(Baldur
Ingimar Aðalsteinssn 45′), Steinþór Gíslason, Reynir Leósson, Atli
Sveinn Þórarinsson, Einar Marteinsson, Bjarni Ólafur Eiríksson,
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, Guðmundur Steinn Hafsteinsson(Ian Jeffs
83′), Ólafur Páll Snorrason(Viktor Unnar Illugason 66′).

Byrjunarlið FH: Daði Lárusson, Guðmundur Sævarsson, Pétur
Viðarsson, Tommy Nielsen(Sverrir Garðarsson 78′), Freyr Bjarnason,
Davíð Þór Viðarsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Matthías Vilhjálmsson,
Atli Guðnason, Atli Viðar Björnsson og Tryggvi Guðmundsson(Matthía
Guðmundsson 72′).

Dómari: Garðar Örn Hinriksson – Mjög góður

Áhorfendur: 1224

Maður leiksins: Atli Viðar Björnsson

Myndir frá Jóa Long er að finna á myndasíðuni.

Aðrar fréttir