Góður árangur hjá FH-ingum um helgina

Góður árangur náðist hjá tveimur FH-ingum um helgina á erlendri grundu.
Hilm­ar Örn Jónsson kastaði sleggj­unni 70,31 metra á háskólamóti í Charlotteville BNA og náði í silfurverðlaun. Hilmar Örn er orðinn öruggur með köst yfir 70 metra og árangurinn gefur góð fyrirheit um það sem koma skal á væntanlegum mótum.
Kolbeinn Höður Gunnarsson keppti á háskólamóti í Arkansas í 100m þar sem hann náði 3. sæti með tímann 10,63sek en því miður var vindur of mikill eða +2,8. Árangurinn er engu síður glæsilegur og ekki langt frá hans besta sem er 10,61sek.

Aðrar fréttir