Góður liðsstyrkur frá Akureyri

Góður liðsstyrkur frá Akureyri

Það er nokkuð ljóst að FH verður ekki á flæðiskeri statt með markverði
á næsta tímabili í handboltanum því fjórði markvörðurinn er að bætast
við leikmannahóp FHinga í karlaflokki.

Arnar í leik á Sjallamótinu 2006

Arnar Sveinbjörnsson er gengin til liðs við FH. Arnar er markvörður sem
leikið hefur alla sína tíð með KA og nú síðast með Akureyri. Arnar er
fæddur 1988 og lék nokkra leiki með liði Akureyrar síðasta tímabili.
Arnar hefur verið viðloðandi 20 ára landslið Íslands síðustu ár. Hann
er hér með boðinn innilega velkominn í FH.
Eins fólk eflaust veit, kom Magnús Sigmundsson aftur heim frá Haukum í sumar en fyrir eru ekki markmenn af verri endanum, þeir Hilmar Þór Guðmundsson og Daníel Andrésson.

styður

Aðrar fréttir