Góður sigur á ÍBV

Góður sigur á ÍBV

FHingar gerðu góða ferð til eyja í gærkvöldi þegar þeir sóttu ÍBV heim.

FH liðið byrjaði af miklum krafti og voru ákveðnir að ná inn marki
snemma leiks og fengu fjölda færa á fyrstu 10 mínútunum. ÍBV lágu þó
ekki í vörn, heldur reyndu þeir að pressa íslandsmeistarana og spiluðu
reyndar mjög fast frá byrjun. Þrátt fyrir það áttu FH ingar ekki í
miklum vandræðum með þá og kom fyrsta markið frá Atla Viðari Björnssyni
á 11.Mínútu, eftir sendingu frá Atla Guðnasyni. FH hélt áfram að sækja
og skoruðu annað markið á 19 mínútu þegar Matthías Vilhjálmsson skoraði
með góðu lágu skoti fyrir utan teig. Eftir seinna mark FH virtust
andstæðingar þeirra pirrast og fóru á köflum að gera allt annað en að
spila fótbolta.

Á síðustu 15 mínútum fyrri hálfleiks komu 4 gul spjöld og eitt
rautt. Fyrsta spjaldið fékk Gauti Þorvarðarsson fyrir brot á Pétri
Viðarssyni, og á 38 mínútu braut Andri Ólafsson fyrirliði ÍBV gróflega
á Loga Valgarðssyni en fékk einungis gult spjald fyrir. Hjörtur Logi
þurfti því að fara af leikvelli á 40mín og kom Freyr Bjarnason inná í
hans stað.

Rétt fyrir hálfleikinn sauð upp úr á bekknum hjá Eyjamönnum en þá
hafði Gauti Þorvarðarsson brotið á Davíð Þór Viðarssyni og það nánast
fyrir framan varamannabekk ÍBV. Þóroddur Hjaltalín gaf Gauta sitt annað
gula spjald og þar með rautt en Eyjamenn sökuðu Davíð Þór um að
leikaraskap. Tvö önnur gul spjöld komu undir lok fyrri hálfleiks, fyrst
fékk Tonny Mawejje spjald fyrir tveggja fóta tæklingu á Ásgeiri og svo
fékk Ásgeir sjálfur spjald fyrir óþarfa brot.

Eyjamenn byrjuðu vel strax í síðari hálfleik og átti Ajay Smith
ágætisskot sem Daði varði vel. FH bættu þó við marki á 52.mínútu og
skoraði Ásgeir Gunnar Ásgeirsson nokkuð auðveldlega með skoti frá
markteig eftir góðan undirbúning Atla Guðna og Matta Vill. Í raun
gerðist fátt markvert sem eftir lifði leiks, ÍBV reyndu áfram að sækja
en Daði og vörn FH stóð vaktina vel og fengu sjálfir ágætis tækifæri.
Daði Lár átti þó frábær tilþrif í seinni hálfleik þegar hann kom út
teignum og tæklaði sóknarmann ÍBV með tilþrifum.

Öruggur sigur staðreynd og var þetta níundi sigur FH í röð og hefur liðið 27 stig eftir 10 leiki.

Mörk

0-1 Atli Viðar Björnsson (11)

0-2 Matthías Villhjálmsson (19)

0-3 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (52)

ÍBV: Albert Sævarsson, Pétur Runólfsson, Andri Ólafsson, Eiður Aron
Sigurbjörnsson, Matt Garner, Tonny Mawejje, Ingi Rafn Ingibergsson,
Yngvi Borgþórsson, Chris Clements, Gauti Þorvarðarson, Ajay
Leitch-Smith.

Varamenn:, Viðar Örn Kjartansson, Bjarni Rúnar Einarsson, Arnór
Ólafsson, Augustine Nsumba, Elías Ingi Árnason, Elías Fannar
Stefnisson, Þórarinn Ingi Valdimarsson

FH: Daði Lárusson, Guðmundur Sævarsson, Pétur Viðarsson, Tommy
Nielsen(Viktor Örn Guðmundsson), Hjörtur Logi Valgarðsson(Freyr
Bjarnason) , Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Matthías Vilhjálmsson, Davíð Þór
Viðarsson, Atli Guðnason(Björn Daníel Sverrisson), Atli Viðar
Björnsson, Tryggvi Guðmundsson.

Varamenn: Matthías Guðmundsson , Freyr Bjarnason, Hákon Atli
Hallfreðsson, Björn Daníel Sverrisson, Brynjar Benediktsson, Viktor Örn
Guðmundsson, Gunnar Sigurðsson.

Fréttina skrifar Jónas Ýmir á FHingar.net

Aðrar fréttir