Góður sigur og allt opið

Góður sigur og allt opið

FH vann góðan sigur í næst seinasta leik tímabilsins á Breiðablik í dag. Leikurinn var frestaður leikur úr 18. umferð Landsbankadeildarinnar svo ekki var leikið á öðrum vígstöðum i kvöld.

Leikmenn Fimleikafélagsins ætluðu sér greinilega ekki að gefa neitt í þessum leik og mættu flugbeittir. Barátta um alla bolta og oftar en ekki heyrði maður smella í blautum legghlifum leikmanna.

Það var Atli Viðar Björnsson sem kom FH í 1 – 0 strax á 7. mínútu. Nafni hans Guðnason setti svo annað réttum 30 mínútum seinna og Atli Viðar var aftur að verki rétt fyrir hálfleik og staðan því orðin 3 – 0 þegar Jóhannes Valgeirsson dómari flautaði til hálfleiks.

Seinni hálfleikur var talsvert hægari en FH hefði hæglega getað sett fleiri. Markverðasta í seinnihálfleik var líklega þegar Gunnar Sigurðsson varði annars arfaslaka vítaspyrnu frá Jóhanni Berg. Líklega var réttlætinu fullnægt því mörgum fannst dómurinn ansi strangur.

Jóhannes Valgeirsson flautaði leikinn svo af þegar nákvæmlega 93 mínútur og 2 sekúndur voru liðnar samkvæmt leikklukkuni góðu, og að þessu sinni stóð engin stjórnarmaður fyrir leikklukkunni. Einhverjum þótti súrt hversu hvellt Jói flautaði þar sem leikmenn FH voru í öskrandi sókn.

FH varð að vinna leikinn til að eiga séns á Íslandsmeistaratitlinum á Laugardag. Þetta er enþá í höndum Keflvíkinga sem þó meiga alls ekki misstíga sig á móti Fram. FH verður að leggja Fylki í Árbænum til að eiga einhverja möguleika.

Aðrar fréttir