Grótta – FH Umfjöllun

Grótta – FH Umfjöllun



The image “http://www2.ksi.is/ksi/myndir/simaskra/170.JPG” cannot be displayed, because it contains errors.
   25-28   

http://www.fotbolti.net/landsbankadeild/images/fh_1.jpg

Fyrri hálfleikur
Leikurinn byrjaði þó ekkert skínandi. Við vorum eitthvað trekktir í byrjun og Gróttumenn leiddu fyrri hluta hálfleiksins, voru 1-2 mörkum yfir þar sem 6-0 vörnin okkar náði ekki að smella almennilega og sóknarleikurinn var með stirðara móti. Gróttumenn spiluðu agressíva 3-2-1 vörn og létu skyttur okkar engan frið fá. Hreyfanleikinn á útileikmönnum okkar var lítill sem enginn, sem er alveg nákvæmlega það sem Gróttumenn vildu, náðu því að komast í auðveld brot og því náðu kerfi okkar ekki að njóta sín, né komumst við í þau færi sem við vildum komast í. Við náðum því yfirleitt aðeins að komast í hálffæri, eða léleg sem bar lítinn árangur. Ljósir punktar voru samt þeir að Óli Gúst tók af skarið og lét hverja negluna vaða í netið þegar leið á hálfleikinn. Við náðum að komast betur inn í leikinn, gerðumst þolinmóðari og hreyfanlegri í sókn, vörnin þéttist, við náðum betri forvinnu á línumann Gróttumanna sem áður hafði gert okkur erfitt fyrir. Við sigum framúr, komumst í 2 marka forystu rétt fyrir hálfleik með þökk Gaua örvhentu stórskyttunnar okkar. Hann ákvað að brjóta sig skemmtilega út úr mjög svo skipulögðu kerfi sem sett var upp, var ekkert að velta sér upp úr hlutunum, fékk boltann og negldi honum í bláhornið. 12-14 í hálfleik og má segja að hér hafi ekki verið aftur snúið…

http://www.valur.is/main/imageServer.aspx?file=/img/frettir/20030822180105.jpg&h=200&w=160

Seinni hálfleikur
Menn voru á því í hálfleik að gera mun betur og freista þess að breikka markabilið frekar. Það gerðist jafnt og þétt. Við leiddum þetta 3-4 mörk fyrri hluta hálfleiksins en náum svo algjörlega tökum á leiknum um miðjan hálfleikinn, vörnin komst á betra skrið.  Heiðar og Aron í miðju varnarinnar bundu vörnina, náðu að loka betur á línumann Gróttu sem var þeirra besti maður, en í stað þess að skjóta mikið fyrir utan spiluðu Gróttumenn aðallega upp á að ná gegnumbrotum eða senda boltann á línuna. Við höfðum því meiri tækifæri á hraðaupphlaupum, þar sem Gummi var skjótari en byssukúla. Hann var einnig duglegur í leiknum að troða vítunum inn. Þess má þó geta í útúrdúr, að Guðmundur hefur í gegnum tíðina þótt einkar frjálslega vaxinn hvað varðar kálfastærð, og hefur hingað til verið talinn best vaxinn á þessum vettvangi, að minnsta kosti í fyrstu deild. Annað kom þó á daginn í gær því, línumaður Gróttumanna hinn knái Atli Rúnarsson hirðir þann titil án nokkurs vafa.
En aftur að leiknum, við náðum þegar ca 10 mínútur voru eftir að komast í 7 marka forystu og menn farnir að vera nokkuð öruggir á sigri. Það kom þó á daginn að við gerðumst heldur værukærir undir lokinn, Gróttumenn voru ekki á því að gefast upp, héldu sínu striki og markvörður fór að verja hverja tuðruna á fætur annarri frá okkur. Þegar ein mínúta var eftir höfðu þeir minnkað forystuna niður í 2 mörk og það fór að fara um menn. Við héldum samt sem áður haus, negldum síðasta naglanum í líkkistu Gróttumanna og fögnuðum 25-28 sigri. Góður sigur og FH er því enn ósigrað í deildinni!

<img alt="http://snillingurinn.blog.is/users/77/snillingurinn/img/handbolt

Aðrar fréttir