Guðmundur stýrir kvennaliði FH áfram

Guðmundur stýrir kvennaliði FH áfram

Þorgeir Arnar Jónsson, formaður FH, staðfesti í samtali við Sport.is um að Guðmundur Karlsson verði áfram sem þjálfari liðsins. Óvissa hefur verið um þjálfaramál hjá kvennaliði FH, en hann staðfesti þetta í samtali við Sport.is í hádeginu.

Þetta verður því fjórða ár Guðmundar með liðið, en hann hefur náð ágætis árangri með þetta FH-lið. Liðið á að vera berjast um fjórða til fimmta sæti deildarinnar, en lenti í basli í vetur og lokaniðurstaðan var sjötta sæti N1-deildar kvenna.

Frekari frétta er að vænta á næstu dögum sagði Þorgeir jafnframt, en stofnað hefur verið sérstakt meistaraflokksráð fyrir meistaraflokk kvenna.

Aðrar fréttir