Guðrún Björg tryggði FH sigur í leik um 5-6 sætið

Guðrún Björg tryggði FH sigur í leik um 5-6 sætið

Liðið var þannig skipað: 4-4-2
Mark: Iona Sjöfn
Vörn: Arna Bergrún, Sara Atla, Ingibjörg Pálma, Ester
Miðja: Helga Rut, Valgerður Björnssdóttir, Hinrikka Bjarnadóttir, Klara Ingvarsdóttir
Sókn: Guðrún Björg og Halla Marínósdóttir
Varamenn: Þórun Káradóttir og Marta

Leikurinn var í járnum framan af og mikil stöðubarátta á vellinum.  það voru þó FH-ingar sem sóttu fastar og uppskáru mark um miðjan hálfleik.  þar var að verki varamaðurinn Þórun Káradóttir sem fylgdi vel eftir góðri fyrirgjöf á fjærstöng.  Mark þetta virkaði eins og vítamínsprauta á stelpurnar úr Árborg og þær færðust allar í aukana.  Það fór svo að þær fylgdu eftir góðu skoti á markið sem markmaður FH náði ekki að halda og potuðu inn.  Einhverjir vildu nú fá aukaspyrnu þarna en hinn litríki dómari leiksins Þorsteinn Friðbjörnsson var viss í sinni sök eftir að hafa ráðfært sig við línuvörð og dæmdi markið gott og gilt. Staðan 1-1 eftir skemmtilegan fyrri hálfleik.

Síðari hálfleik hófst eins og sá fyrri endaði með hraða og skemmtun.  Og Selfyssingar héldu upptekknum hætti, börðus eins og ljón og reyndu að sækja.  Og það voru einmitt Selfyssingar sem skoruðu næsta mark og eftir mikinn darraðardans fyrir framan mark FH þar sem FH-ingum mistókst ítrekað að hreinsa frá marki sínu.  staðan orðin 1-2.  Þarna gerðu Þjálfarar FH breytingu á sóknarlínu FH og færðu hina marksæknu Guðrúnu Björgu Eggertsdóttur af toppnum og út á kanntinn.  Guðrún þakkaði fyrir sig og með stuttu millibili komst hún í gegnum vörn Selfoss og setti boltann snyrtilega í mark Selfoss; fyrst framhjá og svo yfir markmann Selfyssinga.  Frábærlega gert hjá Guðrúnu sem virðist finna sig vel í framlínu FH en hún hefur áður leikið sem varnarmaður og afturliggjandi miðjumaður. Þá var líka sérstaklega gaman að sjá hversu vel þær skólasystur úr Lækjó Guðrún og Halla Marínósdóttir ná saman í sókninni.   Það sem eftir lifði leiks sóttu bæði lið en mörkin urðu ekki fleiri.  Lokatölur 3-2

Allir leikmenn FH komu inná og náðu að setja mark sitt á leikinn.

Leikurinn í gær var hin mesta skemmtun og gaman að sjá hve bæði lið reyndu að spila fótbolta og lítið var um kýlingar út í loftið.  FH-stelpurnar sýndu enn einu sinni að þó þær lendi undir þá koma þær alltaf til baka.

Nú tekur við stutt pása fram að Íslandsmóti en fyrsti leikur stelpnanna verður þann 28. maí gegn Fylkir á Fylkisvelli.

Aðrar fréttir