Hafnarfjarðarmótið – 2. leikdagur

Hafnarfjarðarmótið – 2. leikdagur

FH og Afturelding mættust í síðari leik kvöldsins á Hafnarfjarðarmótinu. Eftir æsispennandi og jafnan leik skyldu liðin jöfn. Það er ljóst að FH og Haukar mætast í úrslitaleik á morgun.

Afturelding hefur leikið vel á mótinu og tapaði m.a. einungis með einu marki gegn Haukum í gær. Mosfellingar byrjuðu betur og komust í 8-5 á fimmtándu mínútu. FH jafnaði í 11-11 og staðan í hálfleik var svo 15-15.

Seinni hálfleikur var um margt keimlíkur þeim fyrri, ef undanskildar eru fyrstu mínútur hans. Jafnræði var með liðunum allan tímann, en þó voru FH-ingar lengst af með undirtökin. Það dugði þeim þó ekki, Mosfellingar börðust fyrir sínu og að lokum stóðu leikar jafnir, 30-30.

Markahæstur á vellinum í kvöld var Jóhann Jóhannsson í liði Aftureldingar, en hann skoraði hvorki meira né minna en 13 mörk. Frábær frammistaða hjá drengnum. Einar Rafn Eiðsson var markahæstur í liði FH-inga með 7 mörk.

 

Frétt fengin af handbolti.org – nánar má lesa um leikinn þar.

 

Í fyrri leik kvöldsins sigruðu Haukar svo Fram 32-11.

Nánar má lesa um leik Hauka og Fram hér.

Aðrar fréttir