
Hafnarfjarðarmótið 2013
Ekki er hægt að segja annað en að mótið hefur aldrei verið eins jafnt og í ár. Gestalið voru Valur með Ólaf Stefánsson við stjórnvölin, og Krtiansund frá Noregi með Sigurgeir Árna, Jónatan Akureyring og Gísla Jón Haukamann innanborðs. Fyrir leiki síðasta leikdags, gátu FH,Haukar og Valur orðið sigurvegarar mótsins. Þegar yfir lauk urðu Haukar sigurvegarar eftir hörkuleik við FH. Að venju var síðan valið lið mótsíns og var það svo hljóðandi
Besti markmaður:Hendik Eidsvag
Besta vinstra horn: Einar Pétur Haukum
Besta vinstra skytta: Guðmundur Hólmar Helgason Valur
Besti leikstjórnandi: Sigurbergur Sveinsson Haukum
Besta hægri skytta: Ragnar jóhannsson FH
Besta hægri horn: Elías Már Halldórsson Haukum
Besti línumaður: Sigurður Ágústsson FH
Besti varnarmaður: Jón þorbjörn jóhannsson Haukum
FH vil þakka Kristiansund og Val fyrir þátttökuna í mótinu í ár og Haukum fyrir samstarfið um helgina.
biðjumst afsökunar á myndgæðunum myndarinnar 🙂