
Halldór Jóhann hættir eftir tímabilið
Fréttatilkynning.
Halldór Jóhann Sigfússon mun láta af störfum sem þjálfari FH eftir leiktímabilið.
Handknattleiksdeild FH vill koma á framfæri þökkum til Halldórs Jóhanns fyrir frábært samstarf síðastliðin fimm ár og óskar honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem bíða hans að þessu leiktímabili loknu.
f.h. stjórnar hkd. FH
Ásgeir Jónsson
Formaður