Handboltagisk – 12. umferð karla

Handboltagisk – 12. umferð karla

Guðmundur Þ. Guðmundsson

12.umferð í N1-deild karla

Þá er handboltagiskið að rúlla af stað á nýjan leik
eftir stutt jólafrí og það er óhætt að segja að við ætlum að fara af
stað með látum, því giskari vikunnar að þessu sinni er Guðmundur
Guðmundsson, landsliðsþjálfari, ólympíusilfurhafi og handhafi
stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu!

Það reyndist þrautin þyngri að ná tali af Guðmundi, en hann hefur sem kunnugt er verið með íslenska landsliðið á æfingamóti í Svíþjóð síðustu daga. Eftir miklar tilfæringar náðum við loksins í skottið á honum, en þá var kappinn staddur í rútu, u.þ.b. 11 km suð-vestur af Lundi í Svíþjóð á leið til Danmerkur, en þar munu strákarnir okkar leika á öðru æfingamóti.

Giskið verður því í óhefðbundnari kantinum að þessu sinni, því ekki er nóg með það að Guðmundur hafi gefið okkur upp úrslitin í gegnum símann, heldur er þetta skv. okkar bestu visku, í fyrsta skipti sem við fáum spánna uppgefna í beinni frá Svíþjóð! Það er því vissara að spenna beltin og halda sér fast, spáin hjá Guðmundi er eftirfarandi:

N1-deild karla og 1.deild karla

Fim. 22.jan.2009  19.30  Akureyri         Akureyri – Víkingur  spá-1
Fim. 22.jan.2009  19.30  Ásvellir           Haukar – Valur  spá-1
Fim. 22.jan.2009  19.30  Kaplakriki       FH – Fram  spá-1
Fim. 22.jan.2009  19.30  Ásgarður         Stjarnan – HK  spá-2

Fim. 8.jan.2009    19.30   Selfoss           Selfoss – ÍBV  spá-1
Fös. 9.jan.2009     20.00  Grafarvogur    Fjölnir – ÍR  spá-2
Fös. 9.jan.2009     21.00  Ásvellir           Haukar U – Afturelding  spá-X
Lau. 10.jan.2009  14.00   Laugard.höll   Þróttur – Grótta  spá-2

Það verður spennandi að fylgjast með því hvort verðandi giskarar taki Guðmund sér til fyrirmyndar ef þessi spá gengur vel og skili sínum spám af sér með millilandasímtölum. Það mun þó ekki koma í ljós fyrr en í lok janúar, enda er N1-deild karla enn í landsleikjafríi og fer ekki af stað aftur fyrr en 22.janúar. 1.deildin verður samt í fullu fjöri á meðan og giskið heldur því sínu róli þó að úrslitin muni eitthvað láta á sér standa.

Fyrir næstu umferð ætlar Guðmundur að skora á eina af goðsögnum FImleikafélagsins, sjálfan Þorgils Óttar Mathiesen. Þorgils lék um árabil með FH og var auk þess fyrirliði liðsins í fjöldamörg ár. Hann vann til margra titla og afrekaði m.a. það að vinna Íslandsmeistaratitilinn tímabilið ’89-’90, á sínu fyrsta ári sem spilandi þjálfari liðsins. Þorgils átti einnig gríðarlega farsælan feril með landsliðinu og var t.a.m. valinn í heimsliðið á sínum tíma. Það er því vissara að vera vel á tánum á næstu vikum, því handboltagiskið er að fara af stað með sannkallaðri nýársbombu!

Aðrar fréttir