Handboltagisk – 14. umferð karla, gisk og úrslit

Handboltagisk – 14. umferð karla, gisk og úrslit

Jón Erling Ragnarsson

14.umferð í N1-deild karla

Giskari vikunnar að þessu sinni er stormsenterinn, hornamaðurinn knái og NÆSTbesti
golfari Fimleikafélagsins, sjálfur Jón Erling Ragnarsson. Jón gerði
garðinn frægan á árum áður, bæði í fótbolta með Fram og handbolta með
FH og er einn fárra sem hafa afrekað það að hafa orðið Íslandsmeistarar
í báðum greinum á sama árinu. Ekki amalegt það. Í dag starfar Jón sem framkvæmdastjóri Mekka.

N1-deild karla og 1.deild karla

Fim. 22.jan.2009 19.30  Akureyri       Akureyri – Víkingur  – gisk 1úrslit 2
Fim. 22.jan.2009 19.30  Ásvellir         Haukar – Valur – gisk 2 úrslit 1
Fim. 22.jan.2009 19.30  Kaplakriki     FH – Fram – gisk 1úrslit 1
Fim. 22.jan.2009 19.30  Ásgarður       Stjarnan – HK – gisk 2úrslit X

Fös. 23.jan.2009  19.30 Austurberg    ÍR – Afturelding – gisk 1úrslit – 2
Lau. 24.jan.2009 14.00 Seltj.nes        Grótta – ÍBV – gisk 1 – úrslit – 1
Lau. 24.jan.2009 16.30 ÍM Grafarvogi  Fjölnir – Þróttur –  gisk Xúrslit – 1
Lau. 24.jan.2009 18.00 Ásvellir           Haukar U – Selfoss – gisk 2úrslit -2

Hvað er eiginlega hægt að segja. “Heilir” 3 leikir réttir sem gefa Jóni 6 stig…maður er hreinlega bara orðlaus. En svo bregðast víst krosstré sem önnur tré, þrátt fyrir að þessi frammistaða sé svolítið eins og að skalla í slánna frá markteig, fá síðan frákastið tilbaka og skófla svo boltanum framhjá! Jón Erling hlýtur hér með þann gríðarlega vafasama heiður að verma botnsæti gisksins, tja væntanlega út tímabilið þar sem ansi erfitt verður að “botna” þessa frammistöðu hans. Þeir Guðjón Árnason og Lúðvík Geirsson eiga eflaust eftir að fagna því að vera komnir með einhvern fyrir neðan sig í keppninni, en þess má til gamans geta að það var yfirlýst markmið Jóns að lenda “að minnsta kosti fyrir ofan Gaua Árna.” Vonbrigði……

Jón Erling skorar síðan á Gunnar Einarsson, núverandi bæjarstjóra í Garðabæ. Gunnar var án efa einn besti handknattleiksmaður sem FH hefur átt, áður en hann söðlaði um og hélt út í atvinnumennsku til Göppingen í þýskalandi. Gunnar á einnig að baki fjölmarga leiki með íslenska landsliðinu.

Aðrar fréttir