Handboltaskóli FH

Handboltaskóli FH

Handboltaskóli FH hefst miðvikudaginn 6. ágúst og verður æft alla virka daga fram til föstudagsins 15. ágúst. Skólinn er fyrir krakka fædda 2000 – 2009. Æfingar hefjast klukkan 9:00 á morgnana og eru til hádegis, 12:00.

Markmið skólans er að bæta hvern einstakling og því munu allir fá verkefni við sitt hæfi, hvort sem þeir eru byrjendur eða lengra komnir. Við leggjum einnig mikið upp úr því að hafa æfingarnar fjölbreyttar og skemmtilegar.

Við skiptum hverjum degi upp í tvær æfingar og höfum pásu á milli æfinganna þar sem krakkarnir hvíla sig og nærast, mikilvægt er að taka með hollt og gott nesti.

Aðrar fréttir