Handboltaskóli FH sumarið 2022

Handboltaskóli FH sumarið 2022

Skráning: www.sportabler.com/shop/fh/handbolti

Í sumar mun handknattleiksdeild FH bjóða upp á handboltaskóla fyrir krakka á aldrinum 6-13 ára (sem eru að klára 1.-7. bekk) í Kaplakrika.

Námskeiðin eru frá 13-16 (gæsla 12-13 og 16-17)

Kennt verður báðum sölum og verður hópaskipt eftir aldri og námskeiðið sniðið eftir getu þátttakenda. Námskeiðið er hvoru tveggja tilvalið fyrir lengra komna til að auka handboltagetu sína sem og fyrir nýja iðkendur að prófa handbolta. Fjölmargir þjálfarar og leikmenn handknattleiksdeildar FH munu kenna á námskeiðinu.

Hægt er að kaupa hádegismat hér í Sportabler sem hentar vel fyrir þá krakka sem eru einnig á námskeiði fyrir hádegi.
Mikilvægt er að taka með sér smá nestishressingu á námskeiðið.

Handboltaskóli FH sumarið 2022
1.námskeið: 10. – 16. júní frá kl. 13-16.
2.námskeið: 21. – 25. júní frá kl. 13-16.
3.námskeið: 27. júní – 1. júlí frá kl. 13-16.

4.námskeið: 2. – 5. ágúst (4 dagar) frá kl. 13-16.
5.námskeið: 8. – 12. ágúst frá kl. 13-16.
6.námskeið: 15. – 19. ágúst frá kl. 13-16.

Gæsla er frá kl. 12:00 og til 17:00 (innifalin í verði)
Verð pr. námskeið er kr. 6900 (5600 á 4 daga námskeið)

Skólastjóri handboltaskólans er Jörgen Freyr Ólafsson

Nánari upplýsingar: jorgenolafsson@gmail.com

Aðrar fréttir