Handknattleiksdeild FH og EAS í samstarf

Handknattleiksdeild FH og EAS í samstarf

Handknattleiksdeild FH hefur skrifað undir samning við EAS sem tryggir leikmönnum félagsins aðgang að EAS vörum á umsömdum kjörum. 

Samningurinn felur einnig í sér að EAS veiti liðsmönnum handknattleiksdeildar FH sérfræðiráðgjöf með rétt val á bætiefnum og mataræði. Ráðgjöfin verður í höndum næringarfræðings sem aflað hefur sér sérstakrar þekkingar á virkni fæðubótarefna og hvernig þau geti aðstoðað fólk að ná fram meiri árangri á skemmri tíma séu þau notuð rétt.

Þess má geta að EAS er eitt þekktasta og virtasta fyrirtæki hér á landi í sölu á fæðubótarefnum. Við FHingar fögnum því þessu einstaka tækifæri fyrir leikmenn okkar og hvetjum þá í að nýta sér þetta.

 

Aðrar fréttir