Helena og Guðný valdar í U23 ára landslið.

Helena Ósk Hálfdánardóttir og Guðný Árnadóttir hafa verið valdar í æfingahóp u23 ára. Það er sannarlega glæsilegt hjá þeim því Guðný er fædd árið 2000 og Helena árið 2001. Báðar hafa þær leikið lykilhlutverk í FH-liðinu undanfarin ár.

Einnig er rétt að geta þess að fulltrúi FH á u16 ára landsliðsæfingum um nýliðna helgi var Andrea Marý Sigurjónsdóttir en hún er fædd árið 2003 og er því 14 ára gömul. Þetta er því sannarlega glæsilegur árangur hjá henni.

Til hamingju stelpur og gangi ykkur vel.
Áfram FH.

Aðrar fréttir