HK – FH Á FIMMTUDAG – SÍÐASTI LEIKUR FYRIR JÓL – STYRKJUM GOTT MÁLEFNI

HK – FH Á FIMMTUDAG – SÍÐASTI LEIKUR FYRIR JÓL – STYRKJUM GOTT MÁLEFNI

Á fimmtudaginn er leikin síðasta umferð N1 deildarinn fyrir jólapásu en þá fara FH-ingar í heimsókn í Digranesið og leika gegn HK.

Leikurinn hefst kl. 19:30.

 

Liðin mættust á dögunum í Símabikarkeppninni þar sem FH fór með sigur af hólmi, 22-24.

Strákarnir ætla að sjálfsögðu, með okkar stuðningi, að endurtaka leikinn og tryggja annað sætið fyrir jól.

 

Stjórn handknattleiksdeildar HK hefur ákveðið að allur ágóði af miðasölu á leiknum renni til Bjarka Más Sigvaldasonar leikmanns meistaraflokks karla í fótbolta hjá HK en Bjarki glímir við erfið veikindi eftir að hafa á dögunum greinst með krabbamein.

 

Mánari upplýsingar um söfnunina er að finna á heimasíðu HK.

http://hk.is/web/?&OZON=Z3JvdXA9MTY2MzEmcGFyZW50PTIyOQ== 


Nú er um að gera að skella sér á flottan handboltaleik, sjá strákana spila í síðasta sinn fyrir jól  og styrkja um leið gott málefni.

 

Aðrar fréttir