HM Unglinga

HM Unglinga

Nú þegar HM Unglinga er lokið er kannski rétt að líta yfir nokkur met sem féllu á mótinu.>

Alls féllu 5 heimsmet á mótinu.

Sænska súperstirnið Caroline Kluft setti heimsmet í sjöþraut kvenna. Kluft þessi var að mig minnir valin efnilegasti unglingurheimsins í fyrra og það kemur því ekkert á óvart að hún skuli hafi sigrað með þónokkrum yfirburðum, eða 750 stigum. Hún hlaut alls6470 stig og bætti þar með met Sybille Thiel.

Í kringlukasti karla kastaði Kínverjinn Tao Wu 64,51m og sigraði örugglega með um tveimur og hálfum metra.>

Edis Elkasevic frá Króatíu sigraði í kúluvarpi karla og setti heimsmet með kasti upp á 21,47m og hafði um meters forskot á næstamann.

Lashinda Demus, bandarísk snót, setti heimsmet í 400m grindarhlaupi þegar hún renndi í gegn á tímanum 54,70sek og sigraðimeð rúmlega sekúndu mun.

Það var síðan sveit Bandaríkjamanna sem kom í mark á tímanum 38,92sek í 4X100m boðhlaupi karla. Þeir unnu þar með sigur á sterkumsveitum Jamaicu og Trinidad og Tobago.

En það voru ekki bara heimsmet sem voru slegin. Á mótinu voru sett 8 mótsmet, 10 álfumet, eitthvað í kringum 60 landsmet og persónulegu metin hafa sjálfsagt skipt hundruðum.

Aðrar fréttir