Hörkuleikur á sunnudaginn

Hörkuleikur á sunnudaginn


Sunnudaginn næstkomandi fá FH stelpurnar Fram í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 18 í Kaplakrika og hvetjum við alla til að mæta og hvetja stelpurnar til dáða.

 

FH liðið hóf leiktíðina illa með tveimur ósigrum gegn Gróttu og Haukum en náði svo sigri gegn frískum Akureyrar stelpum. Tæpar tvær vikur eru frá síðasta leik FH liðsins og hefur sá tími verið vel nýttur til að stilla saman strengi.

Markahæst hjá FH liðinu það sem ef er leiktíðinni er hin norska Kamilla Opsahl með 14 mörk en næst á eftir henni kemur Ásdís Sigurðardóttir með 11.

 

Fram liðið hefur hins vegar komið gríðarlega á óvart í upphafi leiktíðar en liðinu var spáð næst neðsta sæti deildarinnar. Í fyrstu umferð náði Fram góðu jafntefli gegn Val, í þriðju umferð unnu þær góðan útisigur á sterku liði Hauka og um síðustu helgi lögð þær lið Akureyrar með 8 mörkum

Anett Köbli hefur farið fyrir Fram stelpum og skorað 28 mörk en auk hennar hafa þær Sara og Stella Sigurðardætur vakið verðskuldaða athygli.

 

Fyrir leik liðanna er Fram í 3. sæti deildarinnar með 5 stig eftir fjóra leiki en FH liðið situr í 7. sæti með aðeins 2 stig en þær eiga einn leik til góða á Fram.

 

Það er því ljóst að Fram liðið verður ekki auðveld bráð og stelpurnar þurfa á ykkar stuðningi til að ná sigri úr þessum leik.

 

Áfram FH!

Muggarar vilja benda á það að hægt verður að kjósa  leikmann FH eftir leikinn á www.123.is/muggur  og hægt er að kjósa til kl 21:00 næsta virka dag á eftir

Aðrar fréttir