Hvað segir fyrirliðinn?

Hvað segir fyrirliðinn?

Sæl Bella og til hamingju með leiða liðið í efstu deild.
Takk fyrir það, alveg yndisleg tilfinning.

Hvernig er sumarið annars búið að vera?
Sumar er búið að vera frábært. Það skemmtilegast sem ég hef upplifað. Ég byrjaði að æfa þegar ég var á eldra ári í 5.fl. og hef ekki unnið til neinna verðlauna með liðinu mínu nema þegar við unnum jólamót HK í 5 fl. og lentum í 2. sæti á Gull og Silfur mótinu. Þannig að þetta hefur alveg verið ævintýralegt og ég get ekki beðið eftir að sækja bikarinn heim á sunnudaginn.

Hvernig hópur er þetta?
Þetta er skemmtilegur hópur. Það er alveg frábær mórall í liðinu og við náum allar mjög vel saman.

Hver er mesti rugludallurinn í liðinu?
Verð nú eiginlega að segja Birna Berg, a.k.a. DJ Berg;) Þegar hún birtist þá brosa allir.

En að leiknum í Eyjum.  Var ekki gaman fyrir þig að skora í svona mikilvægum leik (Bella skoraði sjálfsmark í leiknum) og var þetta ekki þitt fyrsta mark í sumar?
Sko, þegar liðnar voru 89. mín af leiknum og við einum marki undir hugsaði ég “ NEI!! Ég trúi þessu ekki! Við að tapa 2-1 og ég setti sjálfsmark” Svo  liðu þarna örfáar mínútur og við búnar að jafna. Þegar jöfnunar markið kom hljóp ég grenjandi (gleðitár) að Elísabetu og stelpnanna!! 
En þegar ég hugsa út í þetta núna, þá vil ég bara meina að þetta hafi alltaf verið planað..ég að setja fyrsta markið mitt í sumar og það í úrslitaleik, gæti ekki verið betra;)

Hvernig var stemmningin inni í klefa eftir leik?
Stemmingin var GEÐVEIK!! Við allar öskrandi!! Hlupum inn í sturtuklefann (í búningunum) og hoppuðum um af kæti!! Hef aldrei upplifað annað eins.

Og hvað með framhaldið …mætum við ekki klárar í leikinn á sunnudag?
Við erum allar tilbúnar að klára þetta tímabil með sigri. Við erum búnar að spila núna tvisvar við Haukana í sumar og tapa báðum naumlega! Núna er bara kominn tími á sigur hjá FH.

Hvað þurfum við að leggja áherslu á í leiknum?
Í þessum leik þurfum við að leggja áherslu á hraðann. Við erum með ungt lið en Haukarnir með eldri og reyndari leikmenn. Við megum ekki vera hræddar eða vera með efasemdir. Þurfum að hafa fulla trú á okkur sem leikmönnum og hafa trú á liðinu sjálfu.

Nú ert þú tíður gestur á leikjum yngri flokka, hvernig líst þér á framhaldið í kvennaboltanum hjá FH?
Mér líst rosalega vel á framhaldið. Á einungis 4 árum (frá 2006) hefur starfsemi innan FH aukist alveg gífurlega. Og bara frá því að ég byrjaði að æfa, fyrir 11 árum, þá hafa áherslur gjörbreyst. Enda sér maður það á yngri stelpunum sem eru að stíga upp í 2. og mfl.. Þessar stelpur er allar rosalegar efnilegar og er það engu öðru að þakka en góðri starfsemi.

 <

Aðrar fréttir