Hvorki gekk né rak fyrir norðan

Hvorki gekk né rak fyrir norðan

Liðið var þannig skipað: 4-5-1

Mark: Mist Elíasdóttir
Vörn: Elísabet Pétursdóttir, Svetlana, Björg, Sóley
Miðja: Berglind Arnardóttir, Hrönn Hallgrímsdóttir, Ivana, Dragana, Tinna,
Senter: Sara
Varamamenn: Dagný Lóa, Íris Grétarsdóttir, Bára Gísladóttir og Ágústa Guðjónsdóttir

Leikurinn hófst vel fyrir okkar stúlkur og á upphafsmínutunum hafði FH algjöra yfirhönd í leiknum.  Það var því þvert á gang leiksins þegar þegar Þór/KA skoraði fyrsta marki eftir mistök markmannst FH.  Þessu svaraði þó FH skömmu síðar þegar Hrönn Hallgrímsdóttir skoraði eina mark FH í leiknum eftir hornspyrnu. Staðan í hálfleik 1-1 og útlitið bjart fyrir stelpurnar.

Það var ekkert sem benti til að FH fengi á sig 3 mörk í síðari hálfleik en sú var þó raunin.  FH fékk þó sín færi, tvisvar fór boltinn í stöngina og eitt víti fór forgörðum.  Enn inn vildi boltinn ekki.   Lokatölur 4-1 og úrslitin vonbrigði því þar fóru þrjú dýrmæt stig forgörðum.

Það er ljóst að ungt og óreynt lið FH mun berjast í bökkum á komandi tímabili.  Það verkefni sem lagt er á leikmenn FH er ansi erfitt, að treysta FH í sessi sem úrvalsdeildarklúbb.  Enginn beygur er þó stelpunum sem taka því sem að höndum ber af æðruleysi og ósérhlífni.

Það sem við hinn almenni FH-ingur getum gert er senda stelpunum jákvæða strauma og mæta og fylgja þeim í gegnum komandi leiki í blíðu og stríðu.

Næsti leikur Mfl. kv. er gegn Fylkir í Krikanum næstkomandi þriðjudag kl. 20:00

Aðrar fréttir