Í sjúkraþjálfun hjá Halla í Botnleðju!

Í sjúkraþjálfun hjá Halla í Botnleðju!

Jæja hvernig var tilfinningin að vinna þína gömlu félaga úr mjólkurbænum( Ari ólst upp á Selfossi fyrstu árin.)?

Tilfinningin var góð en annars hef ég alltaf haft miklar taugar til Selfoss enda bjó ég þar til 10 ára aldurs.

Ertu búinn að láta einhver sms fjúka austur eftir leikinn?

Nei en það er bréfdúfa á leiðinni í hnakkabæinn með heit skilaboð.

Frábær leikur hjá þér í gær(sunnudag). Sjálfstraustið í botni eða er það bara kærastan sem lætur þig blómstra?

Jú, kærastan gerir sitt en svo nuddaði Halli í Botnleðju svakalega á mér öxlina á föstudaginn og það gerði gæfumuninn. Einnig er maður að fá hollan og góðan mat á leikskólanum og eiga Erna og Eva hrós skilið.

Nú varstu ávallt fyrstur fram í hraðaupphlaupunum, ekki var Kristján frændi svona snöggur(Ari er náskyldur Kristjáni Arasyni), hvaðan kemur þetta?

Allavega ekki frá mömmu! Kristján var “ágætlega fljótur”, sérstaklega tímabilið ‘99 í undanúrslitum á móti Fram þegar hann fór í hraðaupphlaup og vippaði skemmtilega yfir Basta en ég held nú samt að hann Basti hafi verið meira súr yfir leiknum í gær.

Hvernig fannst þér stemmningin í Strandgötunni?

Mér fannst stemmningin vera mun betri í Strandgötunni heldur en í Krikanum og ég vona að restin af leikjunum verði spilaðir í Strandgötunni.

Hvernig verður svo framhaldið Ari, hver eru markmiðin?

Það er bara næsti leikur á móti Gróttu og vonandi verðum við eins tilbúnir í þann  leik og við vorum á móti Selfossi. Markmiðið er að
sjálfsögðu að enda í fyrsta sæti og persónulega að bæta mig smá saman.

FH.is þakka Ara kærlega fyrir spjallið og óska strákunum góðs gengis í baráttunni sem framundan er.

Áfram FH!

Aðrar fréttir